Leita í fréttum mbl.is

Er evran að fara með ESB?

Einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisbourg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandið á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og RNH, á morgun, laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands.
 
 
Heisbourg fæddist 1949 og hlaut menntun sína í franska stjórnsýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfaði í franska utanríkisráðuneytinu frá 1978 til 1984 og var þá meðal annars öryggisráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri vopna- og raftækjasmiðjunnar Thomson-CSF 1984–1987, eftir að Mitterand forseti hafði þjóðnýtt hana, og forstöðumaður IISS, International Institute for Strategic Studies, í Lundúnum 1987–1992. Hann hefur síðan gegnt margvíslegum störfum, meðal annars kennt við háskóla og verið ráðgjafi ýmissa stofnana og ráða. Hann hefur verið stjórnarformaður IISS frá 2001.
 
 
Bók Heisbourgs, La Fin du Rêve Européen, Endalok evrópska draumsins, sem kom út haustið 2013, hefur vakið mikla athygli. Þar heldur hann því fram, að Evrópuríkin verði að leggja evruna niður, ætli þær að halda áfram samstarfi í efnahagsmálum og stjórnmálum. Heisbourg segir, að evrópski draumurinn hafi vegna evrunnar breyst í martröð. Hann er eindreginn stuðningsmaður Evrópusambandsins, en er þeirrar skoðunar, að myntbandalag Evrópuríkja hafi verið ótímabært og valdi þeim búsifjum. Fyrirlestur Heisbourgs er þáttur í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna. Hann verður fluttur á ensku. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra og sendiherra í París, stjórnar fundinum. Að honum standa auk Alþjóðamálastofnunar og RNH samtökin Þjóðráð og Heimssýn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1162223

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1585
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband