Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í ESB

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var mjög skýr í ræðu sinni á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag um að núverandi ríkisstjórn geti ekki staðið fyrir viðræðum um aðild að ESB. Enn fremur sagði Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í ESB. 
 
Mbl.is fjallar um þetta og segir svo í frétt: 
 
 

Afstaðan til ESB alltaf verið skýr

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.stækka

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Ómar

„Það getur ekki komið neinum á óvart að þessi ríkisstjórn hafi ekki ætlað sér að standa fyrir viðræðum við Evrópusambandið enda í raun óhugsandi að  ríkisstjórn, sem hefur svo einarða afstöðu í málinu, standi fyrir slíkum samningaviðræðum.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í morgun.

Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei haft það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB. Þar hefði hann átt samleið með skýrum meirihluta þjóðarinnar.

„Við höfum ávallt haldið þeirri stefnu skýrt fram að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti flokksráðsfund í Laugardalshöll í morgun.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti flokksráðsfund í Laugardalshöll í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisstjórnin sem tók við völdum eftir kosningar setti strax fram mjög skýra afstöðu og þegar síðasta sumar hóf utanríkisráðherra að rekja upp viðræður íslenskra stjórnvalda við ESB,“ sagði Bjarni jafnframt.

 

Oft deilt um ákvarðanir á sviði utanríkismála

Hann sagði þó að það væri alltaf slæmt þegar verulegur ágreiningur yrði innanlands um bæði utanríkisstefnu Íslands og önnur meiriháttar hagsmunamál.

„Þó er það vel þekkt úr sögunni og í raun má segja að í hvert skipti sem íslensk þjóð hefur tekið mikilvægar ákvarðanir á sviði utanríkismála hafi skapast deilur og umræður hér heima.“ Hægt væri að taka fjölmörg dæmi um þetta, svo sem inngöngu Íslands í NATO, EES-samninginn og þorskastríðin. 

„Síðustu ár hafa þó kennt okkur að það er mikilvægt að hvert mál fái að þroskast og að málefnaleg umræða skapist í þjóðfélaginu um grundvallarmál,“ sagði hann. 

Hann sagði einnig að vel mætti vera að Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hefði ekki hlotið næga almenna umræðu áður en tillagan um slit viðræðna var lögð fram.

„Þetta er ekki einangrunarstefna“

„En hitt er mér ekkert síður hugleikið hvernig á því stendur að jafnvel þótt skýr meirihluti landsmanna vilji halda sig utan ESB, þá virðist stór hluti þjóðarinnar hafa áhuga á því að ljúka viðræðum, sem eru í raun aðlögunarviðræður um það að ganga í sambandið - eða í það minnsta fá að kjósa um hvort haldið skuli áfram,“ sagði hann.

Hann benti á að ákvörðun um að halda í fullveldið væri ekki ákvörðun um að hafna valkostum, heldur ákvörðun um að taka þátt í samskiptum og viðskiptum við helstu markaðssvæði heimsins á réttum forsendum.

„Að taka fullan þátt í samstarfinu um innri markað Evrópusambandsins, vera virk í sameiginlegum hagsmunamálum, en halda sjálfsákvörðunarrétti í málum sem eru ekki sameiginleg með Evrópusambandinu,“ sagði hann.

„Þetta er ekki einangrunarstefna.

Flokksráðsfundur Sjálfsstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll í dag.

Flokksráðsfundur Sjálfsstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þetta er utanríkisstefna sem byggist á því að skipa okkur þar meðal þjóða sem þjónar hagsmunum okkar best.“  

 

Að lokum sagði hann það vera rétt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrána yrði smíðað. Það kynni að reynast mjög gott tækifæri til að leiða mál til lykta meðal þjóðarinnar.  

mbl.is Afstaðan til ESB alltaf verið skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt hjá honum að ítreka þetta. Veitir ekki af. Honum veitti líka ekki af að reyna að koma Benedikt, frænda sínum, í skilning um þetta, og að Ísland sé betur komið utan ESB, hvað sem Benedikt og hans nótar segja, því að á sama tíma og Bjarni var að segja þetta í höllinni, þá sagði frændi hans honum og flokknum eiginlega stríð á hendur með því að tilkynna stofnun nýs flokks, sem snýst um það eitt að ganga í ESB. Skömm sé frændanum fyrir það. Ég segi ekki annað. Ég á heldur ekki von á því, að sá flokkur beri mikið úr býtum, þegar til á að taka, ef þetta verður sami einsmálsflokkurinn og Samfylkingin. Fólk er fljótt að sjá í gegnum það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hún var góð ræðan hjá Benedikt frænda Bjarna á Austurvelli í gær. Virkilega flott hjá honum að vitna í Davíð Oddsson, frá þeim tíma er hann var mikill ESB sinni og lagði ríka áherslu á að hefja undirbúning á inngöngu í bandalagið. Hvað gerðist síðan hjá ræflls manninum geta læknavísindin líklega ein sagt okkur.

Atli Hermannsson., 6.4.2014 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 396
  • Sl. sólarhring: 573
  • Sl. viku: 2746
  • Frá upphafi: 1176035

Annað

  • Innlit í dag: 369
  • Innlit sl. viku: 2472
  • Gestir í dag: 359
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband