Leita í fréttum mbl.is

Fréttamaður 365 hefur gefist upp á hlutleysinu

Það var athyglisvert að heyra á rás tvö hjá RUV í morgun hvernig fréttamaður 365, Lóa Pind Aldísardóttir, hefur gefist upp á umræðunni í kringum ESB-málin og þráir það heitast að klára viðræðurnar til þess að hægt sé að losna við umræðuna um ESB.
 
Sjálfsagt markast viðhorf hennar að einhverju leyti af ríkjandi viðhorfum innan fréttastofu 365-miðla. 
 
Undir eðlilegum kringumstæðum væri það algjört brot á hlutleysi fréttamanns að lýsa yfir svo afgerandi skoðun í viðkvæmu máli. Lóa hefur þó vitaskuld fullkominn rétt á að hafa þessa skoðun og það getur verið fullkomlega skiljanlegt að hún sé búin að fá nóg af umræðum um ESB.
 
En það er reginmisskilningur að umræðunni um ESB ljúki hvernig sem niðurstaðan verður. Við sjáum það á ástandi ESB í dag að umræðu um kosti og galla sambandsins mun seint ljúka. Jafnvel þótt við gengjum alla leið, héldum áfram viðræðum, fengjum samning sem við myndum hafna þá myndu aðildarsinnar ekki hætta. Við sjáum það best á svokölluðum Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum. Þeir hafa ítrekað orðið undir í Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir alls kyns málamiðlanir í gegnum tíðina, en þeir hafa ekki gefist upp.
 
Lóa Pind hefur hins vegar gefist upp fyrir áróðri aðildarsinna. Það segir sitt bæði um hana og um fréttastofu 365 miðla. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlutleysi í fjölmiðlun er ekki til. Það er hins vegar hægt að tala um hlutlægni og hlutdrægni ... en ekki hlutleysi.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 11:06

2 identicon

Vissulega er hlutleysi til, þó svo að það sé almennt ekki að finna á ESB miðlum eins og Stöð 2, DV, Rúv og Eyjunni.

Hlutleysi felst í því að skýra frá öllum hliðum, án þess að lita fréttirnar með eigin skoðunum, eða skoðunum eigenda og stjórnenda miðlanna.

Það er nokkuð gróft að afgreiða hlutleysi með vísan til þess að ESB sinnar horfi á aðild að ESB með góða auganu, en snúi því blinda að göllunum, og séu því ófærir um að sýna hlutleysi í umfjöllun. Með því er verið að viðurkenna að ESB sinnar séu í raun ófærir um að sinna helstu kröfum lýðræðisins, um óspjallaða umræðu um kosti og galla hlutanna, svo almenningur geti myndað sér skoðanir óháðar hagsmunum og/eða persónulegum skoðunum fréttamannamanna, eða stjórnenda þeirra.

Fólki sem gefur eftir grundavallaratriði lýðræðis er að sjálfsögðu ekki treystandi. Það er ekki lengur hluti af hinu s.k. fjórða valdi, heldur hluti af einhverju öðru valdi, eins og valdi Jóns Ásgeirs til að hafa óeðlileg áhrif á skoðanamyndun almennings.

En auðvitað er það ekkert tiltökumál hjá fólki sem misnotar fyrsta og annað valdið, að misnota það fjórða.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 15:47

3 identicon

Hlutlaus frásögn af veruleikanum er ekki til.  Um leið og einhver lýsir veruleikanum er verið að túlka hann.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 98
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1602
  • Frá upphafi: 1160267

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 1396
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband