Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Evrópu erfiður Írum

Vera Íra í ESB og með evru jók á skuldavanda írsku þjóðarinnar. Það er mat Karls Whelan, prófessors í hagfræði við University College í Dublin, en hann hefur skrifað nokkrar fræðigreinar um evrukrísuna á Írlandi, meðal annars fyrir þing ESB. Í nýlegri grein segir hann auk þess að framferði stjórnenda Seðlabanka Evrópu veki upp alvarlegar spurningar um gegnsæi og ábyrgð bankans.
 
Þetta kemur fram í nýlegri grein sem Whelan hefur birt. Whelan segir að Seðlabanki Evrópu hafi þvingað evruríki inn í mjög íþyngjandi efnahagsaðgerðir með hótunum um hætta lánafyrirgreiðslu ella. Auk þess hafi Seðlabanki Evrópu krafist þess að írsk yfirvöld og skattgreiðendur tryggi ákveðnum lánardrottnum endurgreiðslu og þannig haft veruleg áhrif á kostnaðinn við endurreisnaraðgerðir á Írlandi. 
 
Whelan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki réttlætanlegt að Seðlabanki Evrópu hafi svo mikil völd í ljósi þess hve ógegnsæ starfsemi bankans er og í ljósi þess hve óskýr ábyrgð stjórnenda bankans er. 
 
Þótt Whelan segi ábyrgð ríkisstjórna og stjórnmálamanna vera mikla í sambandi við efnahagsörðugleikana á Írlandi þá segir hann að ekki sé hægt að líta framhjá því að vera Íra í ESB og í evrusamstarfinu hafi haft mjög íþyngjandi áhrif. Whelan nefnir nokkur dæmi því til stuðnings. Þau eru meðal annars:
  • Lágir vextir sem fylgdu evrunni sem ýttu undir aukna skuldasöfnun.
  • Krafa Seðlabanka Evrópu um opinbera ábyrgð á skuldbingingum bankanna.
  • Krafa Seðlabanka Evrópu um ríkisábyrgð á neyðarlánum til bankanna.
Niðurstaða Whelans er að þótt innlendir aðilar beri mikla ábyrgð, þá séu afleiðingar af evrusamstarfinu miklar og íþyngjandi, en einna alvarlegast sé upplýsingaskorturinn varðandi samstarf Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Írlands, sem geri það að verkum að hann setur alvarlegan fyrirvara við starfsemi Seðlabanka Evrópu í þeirri mynd sem verið hefur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 1511
  • Frá upphafi: 1160176

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband