Hálfur mánuður þá, tæpt ár nú
Hálfum mánuði eftir kosningar, sama dag og nýir ráðherrar settust í stólana, var tilkynnt að Ísland ætlaði í Evrópusambandið. Þá hafði Alþingi ekki enn komið saman eftir kosningarnar. Tveimur mánuðum og sex dögum síðar var búið að samþykkja inngöngubeiðnina á Alþingi. Hvar voru þá ESB-sinnarnir með upphrópanir sínar um »óðagot«, »offors« og »flýtimeðferð«? Vinstrimeirihlutinn á þingi hafnaði tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort Ísland yrði umsóknarríki að ESB. Hvar voru þá undirskriftasafnanir »lýðræðissinna«? Hvar voru þá útifundirnir og pistlahöfundarnir?
En hvað er upp á teningnum núna? Kosið var í apríl 2013. Í síðari hluta febrúar 2014 kemur ríkisstjórnin loks með tillögu um að inngöngubeiðnin verði afturkölluð. Fréttamenn spurðu strax hvaða óðagot þetta væri. Síðan eru liðnir tveir mánuðir og tillagan er enn í nefnd og fréttamenn þráspyrja hvort henni verði ekki örugglega breytt í nefndinni, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn hefji undanhald sem endi með því að Ísland verði áfram umsóknarríki. »Hvað liggur eiginlega á?« spyrja þeir sem árið 2009 keyrðu allt í gegn á tveimur mánuðum. »Á að svínbeygja lýðræðið?« spyrja þeir sem fengu samtals 20% atkvæða í síðustu kosningum og ákváðu fyrir fjórum árum að ekki þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að senda inngöngubeiðnina til Brussel. Og fréttamenn reka erindi þeirra í von um að stjórnarþingmenn guggni.
Í lokin segir Bergþór:
Ofstækið í málinu er allt á aðra hliðina. Í umsókn um aðild að Evrópusambandinu felst yfirlýsing lands um að það hafi ákveðið að ganga í Evrópusambandið og vilji nú vita hvaða reglum sínum það þurfi að breyta til að verða tekið inn. Umsókn snýst ekki um að »sjá hvað er í boði«. Þegar hvorki meirihluti þings né þjóðar vill ganga í ESB er hreint ofstæki að láta Ísland verða umsóknarríki. Það er hins vegar ekki ofstæki að afturkalla slíka umsókn, þegar hvorki þjóðkjörið þing né ríkisstjórn vilja ganga inn. Það mega allir sjá hvorum megin offorsið og ofstækið er. Ekkert í viðbrögðum ESB-sinna í málinu þurfti hins vegar að koma á óvart. Það eina sem gæti komið á óvart væri ef einhverjir forsvarsmenn stjórnarflokkanna byrjuðu að taka undir sönginn. Með því væri öllu snúið á hvolf.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Varla er skýrari lýsing en Bergþórs Ólasonar á fáránleika þessara miklu lýðræðissinna. Það er þeir sem eru með allt offors og ofstæki í þessu heila máli. Þeir eru hjákátlegir.
Það kom ekki síður fram þegar krafa þeirra sömu kom um að ríkissjóður Íslands ætti að fara að halda uppi evrópskum stórveldum, svo þessir landsins laga- og lýðræðisverðir kæmist þangað sem þeir vildu.
Elle_, 29.4.2014 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.