Leita í fréttum mbl.is

Evrópubúar seinir að læra?

Það má segja að Frakkar viðurkenni hér að fenginni reynslu að þróun ESB hefur ekki verið til góðs. Það er sambandinu mikilvægast að tengja saman Þýskaland og Frakkland og nokkur önnur ríki á þeirra svæði. Útþensla ESB hefur haldið áfram meira af kappi en forsjá. 
 
Þess vegna vilja 64% Frakka að ESB verði minna en það er í dag og fleiri Frakkar sjá neikvæðar afleiðingar við sambandið en jákvæðar.
 

mbl.is Frakkar vilja smærra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hins veg­ar vildu aðeins 28% að Frakk­ar yf­ir­gæfu ESB og 60% sögðust því and­víg."  Það má þá segja að Frakkar viðurkenni hér að fenginni reynslu að þróun ESB hefur verið til góðs. Þess vegna vilja Frakkar að ESB verði minna en það er í dag en Frakkar, með sína áratuga reynslu, vilja samt áfram vera í ESB.

"Alls 49% tengdu ESB við eitt­hvað nei­kvætt en 45% sögðu sam­bandið tákn­rænt fyr­ir eitt­hvað já­kvætt." Þýðir Heimssýn sem " fleiri Frakkar sjá neikvæðar afleiðingar við sambandið en jákvæðar." sem er undarlegt þar sem um sama tungumál er að ræða en merkingarnar ólíkar. Tli dæmis tengi ég Heimssýn við þröngsýni og tel Heimssýn táknrænt fyrir afturhald og óheiðarleika, en ég sé samt engar neikvæðar afleiðingar Heimssýnar.

Ufsi (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 13:50

2 Smámynd:   Heimssýn

Ágæti „Ufsi“. (Í frétt mbl.is sem vitnað er til stendur: „Alls 49% tengdu ESB við eitt­hvað nei­kvætt en 45% sögðu sam­bandið tákn­rænt fyr­ir eitt­hvað já­kvætt“. Samkvæmt þessu tengja fleiri ESB við neikvæðni en jákvæðni. Í blogginu er bara verið að endurspegla það sem sagt er í fréttinni. Þú átt greinilega erfitt með að meðtaka það. Vinsamlegast haltu fordómum þínum og neikvæðni um menn eða samtök fyrir þig.

Heimssýn, 6.5.2014 kl. 18:09

3 identicon

Það að tengja eitthvað við eitthvað neikvætt er ekki það sama og að sjá neikvæðar afleiðingar. Rétt eins og ég tengi Heimssýn við ýmislegt neikvætt þó ég sjái ekki neinar neikvæðar afleiðingar. Ósjálfráð viðbrögð við merkingarlausu bulli og innantómu jarmi.

Öll tengjum við svo til alla hluti við eitthvað þó við höfum jafnvel ekki séð neinar afleiðingar. Það er rangt að gefa sér að tengingar sé eingöngu hægt að gera sjái maður einhverjar afleiðingar. Þannig tengi ég, einhverra hluta vegna, Eurovision við Írland þó hvergi sjái ég neinar afleiðingar til að byggja þá tengingu á.

Auk þess sem tenging getur verið jákvæð þó afleiðingin sé neikvæð. Til dæmis tengi ég grenitré við jólin þó afleiðingarnar séu barrnálar um alla íbúð. Og tengingin getur einnig verið neikvæð þó afleiðingin sé jákvæð. Nægir þar að nefna tannlækna. Eigum við að hætta að nota tannlækna vegna þess að flestir tengja þá við eitthvað neikvætt?

Vinsamlegast haltu fordómum þínum og neikvæðni um menn eða samtök fyrir þig, og lærðu Íslensku áður en þú ferð að umorða fréttir.

Ufsi (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 19:13

4 identicon

Gaman að sjá ykkur Heimssýnarfólk stunda ritskoðun. Enda erfitt fyrir ykkur að svara spurningunni sem var í póstinum sem þurkaður var út. Ritskoðun ykkar sýnir vel að útúrsnúningar og rangtúlkanir eru ykkar baráttuaðferðir frekar en upplýsingagjöf og rök. Enda býður málstaðurinn víst ekki uppá annað.

Ufsi (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 08:19

5 Smámynd:   Heimssýn

Hvernig væri það, „Ufsi“, að ræða um málefni fremur en að vera með skítkast um það fólk sem ræðir um málefnin? Þið ESB-aðildarsinnar virðist vera hættir að ræða málefni og í staðinn vera farnir að stunda það aðallega að ata þá auri sem ekki vilja að Ísland gangi í ESB. Það hefur t.d. ítrekað komið fram að tiltölulega stór hluti þjóða, t.d. 28% Frakka, vill yfirgefa ESB. Um meirihluti margra þjóða er óánægður með ESB og það sem því fylgir. Bretar eru að velta því fyrir sér að ganga úr sambandinu. Aðeins hluti þjóðanna í ESB vill vera með í bankasambandi eða fylgja öðrum þeim nýjungum sem nú eru ræddar. Þú vilt greinilega fremur frá svar við ofangreindri spurningu um tannlækna, því það er eina spurningin sem er í innlegginu. En svo þeirri spurningu sé almennt svarað eins og tilurð hennar gefur tilefni til þá sjáum við neikvæðar afleiðingar af starfsemi ESB í mikilli misskiptingu auðs og tekna á milli Þýskalands og fáeinna annarra ríkja annars vegar og nokkurra jaðarríkja á evrusvæðinu hins vegar. Innan gjaldmiðilssamstarfsins hefur Þjóðverjum tekist mun betur upp en öðrum að halda verðlagi á iðnvarningi niðri og þannig verið samkeppnishæfari. Fyrir vikið hefur mikill viðskiptaójöfnuður skapast og misjöfn dreifing auðs og skulda. Þess vegna eru ríki á borð við Ítalíu, Spán, Portúgal, Grikkland og fleiri lönd enn í miklum vanda vegna lækkandi tekna, mikils atvinnuleysis, vandamála í rekstri ríkisins og mikils félagslegs ójafnaðar. Það er ekki síst vegna svona atriða sem margir íbúar ESB-ríkjanna eru neikvæðir í garð ESB og nokkuð stór hluti í sumum ríkjum vill ganga úr sambandinu. Evrópa er enn að glíma við evrukrísuna sem nú kemur helst fram í því að verðbólga er að meðaltali nálægt núlli - en það merkir að á sumum sviðum og svæðum er almenn verðlækkun í gangi. Það helst í hendur við litla eftirspurn og stöðugt og mikið atvinnuleysi. Er ekki ágætt að ræða þessi mál aðeins betur?

Heimssýn, 7.5.2014 kl. 09:54

6 identicon

En þið voruð ekki að ræða nein málefni og ég var ekki með skítkast. Þið voruð að endursegja frétt með ykkar nýstárlegu túlkun á merkingum Íslenskra orða. Og sennilega hafið þið notað þá fátæklegu þekkingu á Íslensku máli til að misskilja það sem ég sagði sem skítkast.

Það að ætla nú að breyta um umræðuefni með góðum slatta af túlkunum, hálfsannleik og hæpnum fullyrðingum læt ég vera að svara.

Ufsi (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 10:56

7 Smámynd:   Heimssýn

Það að vekja athygli á því að vöxtur ESB hafi verið of hraður, valdið vandræðum og kalli á neikvæða afstöðu Frakka í garð ESB er málefnaleg umræða. Það má kalla það skítkast þegar þú, "Ufsi" góður, sakar fólk um þröngsýni og óheiðarleika án fullnægjandi skýringa. Hroka þinn um íslenskukunnáttu þína og annarra má flokka á svipaðan hátt. Ef það er fyrirsögnin sem hefur farið fyrir brjóstið á þér þá er hún tilvísun í það sem á eftir kemur, nefnilega það að Frakkar séu að fenginni reynslu ekki kátir með ESB og evruna. Það hefur tekið langan tíma fyrir marga Frakka og fleiri Evrópubúa að átta sig á þessu. Þeim var svo sem vorkunn, mörgum hverjum, í ljósi þess að margir fræðimenn og embættismenn ESB héldu aðeins fram þeim jákvæðu áhrifum sem evran gæti haft í för með sér. Í stuttum bloggfréttum þar sem vísað er í aðrar fréttir er skiljanlega ekki verið að fjalla um allar skýringar í ítarlegu máli. En hér gefst ráðrúm til að ræða nánar hinar neikvæðu afleiðingar evrunnar ef áhugi er fyrir hendi.

Heimssýn, 7.5.2014 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 162
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 2642
  • Frá upphafi: 1164849

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 2267
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband