Leita í fréttum mbl.is

Óskar Nafnleyndar ekki eins marktækur

vigdundirskr

Talsverð umræða er í netheimum og fjölmiðlum um þá aðferð sem aðildarsinnar að Evrópusambandinu notuðu í undirskriftarsöfnun sinni til stuðnings því að haldið yrði áfram með aðlögunarviðræðurnar að sambandinu. Þykir ýmsum sem það hafi verið alltof auðvelt að setja inn nöfn með því að óska nafnleyndar. Fljótt á litið gæti um fimmtungur nafna verið með þeim hætti.

Framkvæmd af þessu tagi er auðvitað vandasöm og enn fremur er vandasamt að meta einstakar undirskriftarsafnanir sem eru framkvæmdar með mismunandi hætti. Ef undirskriftasöfnun aðildarsinna er til dæmis borin saman við undirskriftarsöfnun flugvallarvina virðist vera reginmunur á, en í síðara tilvikinu liggja öll nöfn og allar kennitölur fyrir.

Það eru mismunandi lögmál sem gilda um kosningar og undirskriftasafnanir. Eðli málsins samkvæmt verður meiri leynd að hvíla yfir afstöðu hvers kjósanda í hefðbundnum kosningum. Undirskriftarsafnanir eru hins vegar pólitísk aðgerð og slík hreyfing verður markminni og máttlausari ef Óskar Nafnleyndar er aðalstuðningsmaður hreyfingarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7.5.2014. Gubjörn Guðbjörnsson:

"Það fólk sem ekki hefur treyst sér til að skrifa undir yfirlýsinguna gegn gerræðislegri ákvörðun ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um að draga ESB umsóknina til baka eru einstaklingar, sem ekki þora að skrifa undir fulli nafni af ótta við hefndaraðgerðir þessara flokka. Margir hafa sagt við mig undanfarna mánuði að ég ætti ekki að hafa mig svona í frammi í þessu máli, því það gæti skaðað minn feril og framgang innan stjórnsýslunnar.

Ég efast ekki um að þetta fólk er ekki að segja þetta að ástæðulausu. Sennilega er betra fyrir þá sem vinna í ráðuneytum og í æðstu stöðum stofnana að þegja um stuðning sinn við áframhaldandi viðræður við ESB, því hatursáróðurinn og hefndargirnin hefur því verið áberandi í allri umræðu um þetta mál, líkt og þessi ummæli Vigdísar segja til um."

Þetta er staðan á klakanum í dag. Fólk er hrætt við framsjallaaulana.

"Just think about ist!"

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 19:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Haukur, hvað er gerræðislegt við þessa tillögu að draga umsóknina til baka?????  Hún er í fullu samræmi við samþykktir flokkanna.  Og nú segjast LANDRÁÐAFYLKINGIN og Björt Framtíð ekki ganga til samninga um þinglok nema þessi tillaga verði dregin til baka.  Besta svarið við þessari hótun þeirra er bara að láta þingið halda áfram og vera þess vegna starfandi í allt sumar.  Það á bara að láta þessa pilta vita af því að "minnihluti" einhverra öskurapa á ekki að stjórna störfum þingsins og ákveða hvaða mál verða tekin fyrir og hver ekki....

Jóhann Elíasson, 8.5.2014 kl. 20:02

3 identicon

"...eru einstaklingar, sem ekki þora að skrifa undir fulli nafni af ótta við hefndaraðgerðir þessara flokka."

Ofangreint er náttúrulega í best falli hlægilegt. Komandi frá fólki sem hefur í krafti síns skítlega eðlis lagt nafngreinda andstæðinga framsals fullveldis Íslands í ótrúlegt einelti með skítkasti og nafnaköllum.

Fjölfaldaður Óskar Nafnleyndar er auðvitað ekkert annað en örvænting fólks sem dældi ómældu fé í áróður og auglýsingar, með harla lélegri eftirtekju, og þarf að bæta árangursleysið með hreinum lygum.

Þessi undirskriftarsöfnun var hreinn skrípaleikur og auðvitað á að hunsa hana. Alþingi þarf að klára afturköllun óleyfisumsóknar krata í hvelli.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 20:02

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vildi spyrja er ekki Evrópustofan að styrkja svo terrorista sem terroræsa menn til að skrifa undir mótmælalista til að mótmæla því ómöguleg. Það er skrítið að þessi ríkisstjórn láti ekki fara fram rannsókn hverjir í raun standa á bakvið þennan lista. Það er einhver fnykur af þessu öllu.

Valdimar Samúelsson, 8.5.2014 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1660
  • Frá upphafi: 1160325

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 1449
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband