Leita í fréttum mbl.is

Írar neyddir til að bjarga þýskum bönkum

Írar voru neyddir til að taka á sig miklar byrðar til að bjarga þýskum og frönskum bönkum. Framkvæmdastjórn ESB, Seðlabanki Evrópu og þýsk stjórnvöld þrýstu harkalega á veikgeðja írsk stjórnvöld að varpa byrðunum á almenning í Írlandi.
 
Þessi frásögn ráðgjafa Barrosos er hreint út sagt alveg ótrúleg.
 
Það munaði litlu að íslenskur almenningur lenti í svipuðum sporum og írskur. Forsvarsmenn ESB og forystumenn í Bretlandi og víðar þrýstu á stjórnvöld hér á landi að varpa skuldum bankanna á íslenskan almenning.
 
En íslenska ríkisstjórnin stóð í lappirnar árið 2008 og íslenskur almenningur hafði vit fyrir þeirri ríkisstjórn sem tók við árið 2009.
 
Ef einhvern tímann er ástæða til að segja einhverjum að fara norður og niður er það þegar fréttir berast af svona fantabrögðum.
 
 


mbl.is Neyddi bankaskuldir upp á Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...fyr­ir neðan all­ar hell­ur að hóta því í raun að neyða Írland út af evru­svæðinu ef rík­is­stjórn­in stæði ekki við þetta heimsku­lega lof­orð."---  Þvílík mannvonska að ætlast til að ríkisstjórnir standi við gefin loforð.

Ef einhvern tímann er ástæða til að segja einhverjum að fara norður og niður er það þegar fréttir berast af svona fantabrögðum.

Aldrei mundu Íslendingar krefja ríkisstjórn um að standa við gefin loforð. Og aldrei munum við Íslendingar standa við gefin loforð nema það henti okkur. Loforð eru ekki bindandi hjá siðuðum þjóðum eins og Íslendingum.

Ufsi (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 403
  • Sl. viku: 1925
  • Frá upphafi: 1186781

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1699
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband