Leita í fréttum mbl.is

70 prósent Norðmanna á móti aðild að ESB

Það er mikill og stöðugur meirihluti í Noregi gegn því að landið gangi í ESB. 70% vilja ekki ganga í ESB og aðeins 20% eru hlynnt því.

Mbl.is greinir frá þessu. 


mbl.is 70% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samt hafa Norðmenn "kíkt í pakkann" tvisvar!

Þeir fengu þá t.d. að vita, að "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika (hvers lands í fiskveiðum í eigin landhelgi) gætu þeir EKKI fengið innmúraða inn í aðildarsáttmálann sjálfan –– þ.e.a.s. ESB vildi EKKI, að hún yrði varanleg löggjöf -- nú getur sambandið einfaldlega breytt "reglunni" (princípinu) með nýjum reglum ráðherraráðsins hvenær sem er (þar sem við, færum við inn, myndum hafa o,06% atkvæðavægi til að knýja í gegn okkar vilja í málum!!!) eða hreinlega látið hana sigla veg allra vega.

Jón Valur Jensson, 12.5.2014 kl. 22:55

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Annað en hér á Íslandi þar sem fjöldi hlynntra eykst stöðugt:

http://www.dv.is/frettir/2014/5/12/aukinn-studningur-vid-esb-adild/

http://tryggvi.blog.is/blog/tryggvi/entry/1349287/

Tryggvi Thayer, 13.5.2014 kl. 07:22

3 identicon

Afstaða íslendinga hefur ekkert mælanlega breyst þar sem niðurstöður eru innan vikmarka. Hvaða hagsmunum þjónar það að birta þessa niðurstöðu með fyrirsögninni "Aukinn stuðningur við ESB - aðild?

hh (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 09:36

4 identicon

Ef þið eruð svona hrifnir af Noregi, af hverju flytjið þið þá ekki þangað...??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 11:38

5 Smámynd: Tryggvi Thayer

hh: Nýjasta könnun MMR sýnir næstum 4% aukningu þeirra sem segjast vera hlynntir ESB aðild. Nákvæm vikmörk eru ekki gefin upp (svo ég viti), en 4% er utan þeirra vikmarka sem framvkæmdaaðilar kannana leyfa sér venjulega. Þó svo að væri gert ráð fyrir svo háum vikmörkum þá þýðir skörun milli vikmarka ekki endilega að niðurstöður eru ekki marktækar. Hins vegar er augljóst af nýjustu könnuninni að ekki hefur verið marktæk breyting á fjölda þeirra sem segjast mótfallnir ESB aðild.

Ef við skoðum svo hvernig þróunin hefur verið í þessum málum skv. könnunum MMR sést greinilega að stöðug fjölgun hefur verið á þeim sem segjast hlynntir ESB aðild frá því um ca. mitt ár 2012. Hlutfall spurðra hefur á þessu tímabili farið úr u.þ.b. 20% í að nálgast 40%.

Tryggvi Thayer, 13.5.2014 kl. 13:12

6 identicon

Þegar vikmörk eru komin yfir 3% þá er varla hægt að segja breytingu mælanlega. Til hvers þá í veröldinni er verið að blása upp þessa niðurstöðu og hverra hagsmunum þjónar það?

Af hverju er ekki fyrirsögnin frekar 46,5 - 52,5% landsmanna andvígir ESB - aðild?

hh (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 13:57

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

hh - lastu um könnunina sem er verið að vísa í?

Tryggvi Thayer, 13.5.2014 kl. 14:05

8 identicon

Já, bæði nýja könnun MMR - þá birtingu og fyrirsagnir fjölmiðla sem ég er að gagnrýna og eins þá könnun sem fjölmiðlar í Noregi létu gera fyrir sig og Heimssýn hefur til umfjöllunar á þessum umræðuþræði.

Þegar hvorki stuðningur né andstaða eru mælanlega að aukast á milli kannana er á mjög gráu svæði að blása upp fyrirsagnir eins og MMR og íslenskum fjölmiðlum er tamt. Ekki nema að tilgangurinn sé að nota þetta sem hluta af áróðri. Er verið að blása afstöðu minnihlutans byr í seglin? Varla er það nú gífurlega upplýst eða málefnanleg umræða.

hh (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 14:37

9 Smámynd: Tryggvi Thayer

Hh: Hvernig færðu það út að 4% aukning síðan í apríl og næstum 20% aukning síðan 2012 eru ekki mælanlegar breytingar?

Tryggvi Thayer, 13.5.2014 kl. 17:08

10 identicon

Ég er sammála því að tæp 20% aukning frá árinu 2012 er vissulega mælanleg breyting. Þá erum við jafnvel komin með góða og réttmæta fyrirsögn fyrir könnunina sem ekki væri hægt að skrifa á áróður. Þrátt fyrir það er á gráu svæði að telja að viðhorfið hafi breyst á milli kannana.

Þegar aukning á fylgni við aðild nær ekki 4% og vikmörk eru yfir 3% þá er á gráu svæði að kasta í loftið fyrirsögn um aukin stuðning við ESB -aðild.

Væri ég Já - Ísland, Samtök atvinnulífsins, ASÍ eða sá sá greinilega ESB - jákvæði sem verslaði þessa könnun og kaus að birta þá myndi ég ekki vilja sjá svona fyrirsögn. Sérstaklega ekki ef að ég vildi svokallaða "upplýsta umræðu". Ég myndi reyna að dempa þetta örlítið t.d. með: "Vísbendingar um að Íslendingar séu jákvæðari gagnvart ESB - aðild."

Hins vegar er örugglega rándýrt að láta útbúa þessar spurningar og senda út, þannig að ég efast um að ég myndi henda þessari könnun í ruslið.

Skiljú?

hh (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 20:29

11 Smámynd: Tryggvi Thayer

hh: Þegar vikmörk skarast þýðir það ekki endilega að munur á niðurstöðum er ómarktækur - sérstaklega þegar skörunin er lítil, e.o. er í þessu tilfelli. Þá nægja vikmörk ekki til að skera úr um áreiðanleika heldur þarf að nota aðrar aðferðir. Hins vegar, í ljósi þróunar síðustu 2ja ára ætla ég að leyfa mér að giska að munurinn er marktækur. Enda eru líkurnar á öðru hverfandi.

Tryggvi Thayer, 13.5.2014 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 135
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1898
  • Frá upphafi: 1186505

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 1662
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband