Föstudagur, 18. júlí 2014
Umdeildur fræðagrunnur og stofnanastrúktúr á bak við evruna
Seðlabanki Evrópu er skapaður að fyrirmynd þýska seðlabankans, Bundesbank. Þar ræður ríkjum ótti eða allt að því hatur á verðbólgu, jafnframt trúnni á að algjörlega sjálfstæður seðlabanki sé best til þess fallinn að vinna gegn verðbólgu.
Hinn fræðilegi grunnur sem evran byggir á gengur m.a. út á að fínstilla peningamagn í hagkerfinu með það fyrir augum að verðbólga haldist innan ákveðinna marka. Þessu fylgir jafnframt sú trú að það sé nánast ekkert annað en aukið peningamagn sem getur valdið verðbólgu. Aðrir áhrifaþættir, svo sem pólitískar ákvarðanir eða samningar á launamarkaði eða öðrum mörkuðum, eru nánast aukaatriði. Samt voru það samningar á launamörkuðum í Þýskalandi sem eiga stærstu sökina á því hvernig komið er fyrir evruríkjunum síðustu árin.
Þjóðverjar framleiða þriðjung þess sem framleitt er á evrusvæðinu. Vegna hefðbundins ótta við mikla verðbólgu, sem Þjóðverjar töldu mikla hættu á eftir upptöku evrunnar, tókst þeim að halda verulega aftur af launahækkunum, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Raunlan stóðu í stað eða lækkuðu í Þýskalandi frá því um 2000 til 2012 (svarta línan), á meðan raunlaun hækkuðu talsvert í viðskiptalöndunum.
Fyrir vikið urðu framleiðsluvörur Þjóðverja ódýrari en annarra framleiðenda á evrusvæðinu, þeir sigruðu í samkeppninni á sölumörkuðum, söfnuðu afgangi á viðskiptum við önnur lönd og söfnuðu eignum á meðan hið gagnstæða gilti fyrir önnur lönd sem söfnuðu skuldum.
Afleiðingin varð hið gígantíska atvinnuleysi sem ríkt hefur á evrusvæðinu að undanförnu. Hin augljósa leið til að skapa jafnvægi var að leyfa verðlagi að hækka meira í Þýskalandi en að meðaltali á evrusvæðinu. Slíkt er þó eitur í beinum Þjóðverja og kom aldrei til greina. Þá var eina leiðin að reyna að draga úr raunkostnaði á öðrum hlutum evrusvæðisins. Það var gert m.a. með beinum launalækkunum og stórfelldum samdrætti í opinberum rekstri. Það ásamt skuldabaslinu í jaðarríkjunum, lítilli einkaneyslu og minni eftirspurn jók á atvinnuleysi, einkum kvenna og ungs fólks.
Allt var þetta gert, m.a. til að þjóna lund Þjóðverja, þeim hagfræðikenningum sem evran byggir á og stjórnendum og fylgjendum Seðlabanka Evrópu, en bankinn er nú ófær um að koma hjólum efnahagslífsins almennilega í gang aftur hversu mikið sem reynt er að dæla út fjármagni.
Hér að neðan er mynd sem sýnir hvernig Þjóðverjar hafa skákað öðrum evruþjóðum í samkeppni um útflutningsvörur. Myndin sýnir hvernig Þjóðverjar hafa stöðugt verið með viðskiptaafgang frá árinu 2001 á meðan samanburðarþjóðir á evrusvæðinu hafa verið með stöðugan viðskiptahalla:
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 206
- Sl. sólarhring: 469
- Sl. viku: 2686
- Frá upphafi: 1164893
Annað
- Innlit í dag: 178
- Innlit sl. viku: 2307
- Gestir í dag: 171
- IP-tölur í dag: 168
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þessum pistli er lítið annað að segja en ... endalaust þvaður sem er byggt á hatri á þjóðverjum.
Fyrir hvað hatar þú þjóðverja? Því þeir drápu gyðinga? Eins ljótt og það er, þá er afskapleg þversögn að þú skulir trúa því, því að þjóðverjar eru af sama bergi brotnir og þú, en ekki gyðingar. Ef þjóðverjar hafa getað gert þetta, af fávitahætti þá máttu vita að fávitahátturinn er að öllum líkindum erfðagrein og þú átt hann til líka.
Sú staðreynd að þjóðverjar eru hræddir við verðbólgu á sér grundvöll í fyrri heimstyrjöldinni. Þar sem miljónir þjóðverja sultu til dauða, vegna þess að þeir áttu ekki nóga peninga fyrir brauði.
Þessi hræðsla er afskaplega eðlileg og er örsök þess að þeir björguðu sér út úr erfiðleikunum við hrunið 2008.
En ÞÚ ert ástæða hrunsins, deli sem gengur um og sleikir afturendan á einhverju kana fífli, sem ekki getur lesið og fer í strið um allan heim án þess að vita við hvern, eða af hverju. Því hann dreymir um að verða annar Rosevelt. Á þessu fífli urðu Íslendingar ríkir, en þetta fífl tók bíljóna lán um allan heim, aðallega Evrópu, sem hann síðan neitaði að greiða. Ásamt Íslendingum, delum eins og þér.
Þú, og þetta vangefna gerpi í bandaríkjunum, eruð ástæða hrunsins og atvinnuleysis Evrópu.
Og í stað þess, að standa ábyrgð á gerðum þínum ... þá gerðuð þið eins og nasistarnir, kennduð bönkunum um (Gyðingum) og eruð enn að reyna að koma þeim fyrir kattarnef, fyrir að taka ölið af barnum.
Á meðan, þá eru Íslendingar duglegir í því að biðja Rússa um hjálp, og Kínverja. Bandaríkjamenn líka ... til þess að fá peninga, og gefa þeim vopn og þekkingu í staðinn.
Og þú heldur að vandamál evrópu sé fjárhagslegt ... þvílík della.
Vandamál evrópu er Merkel, þessi stasi kerling er ekkert annað en kommúnista tík og er skömm að hún skuli vera við völd. Það er það sama og verðlauna austur-þjóðverjum skíthæla háttinn í kalda stríðinu. Þessi stasi kelling, er alinn upp og heilaþveginn af KGB og STASI. Og fyrir vikið, er vandamálið í Evrópu án lausnar, vegna þess að hún er eitt aðal vandamálið.
Hinn hluti vandamálsins, eru Frakkar. Sem eftir að George "Klikkaði" Bush hótaði þeim, þora ekki að láta á sér kræla á Pólitíska yfirborði Evrópu. Fyrir vikið, leika Ítalir og Stasi lausum hala á borðunum.
Eina skynsama röddin í röðum Evrópu,frá því 2001. Hefur verið sú breska. Bretar hafa mótmælt, og eina rödd skynseminar sem heirist í öllum löndum Evrópu í dag ... er bresk. Fyrir rúmum áratug, var hún frönsk.
Vandamál Evrópu, meðal annars Íslands ... er pólitísk, pólitísk og aftur pólitísk. Því við völd hér, eru delar, sem ættu heima í díflyssum en ekki í pólitík. Því þeir eru glæpamenn, sem styðja að því að setja alla Evrópu aftur í hendur Feutalism.
Og ef ekki tekst, að stöðva þessa þróun verður afleiðingin heimstyrjöld.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 07:33
Bjarne gerir sér far um að vera með leiðindarathugasemdir ef marka má bloggsíðu hans sjálfs. Í stað þess að ræða málefnin á yfirvegaðan hátt er hann með alls kyns sleggjudóma um málefni og uppnefnir hina og þessa sem honum líkar greinilega ekki við. Svona umræða skilar náttúrulega litlu.
Heimssýn, 19.7.2014 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.