Leita í fréttum mbl.is

30 þúsund manna hulduher lobbíista í Brussel

Corporate Europe Observatory metur það svo að um 30.000 lobbíistar, þ.e. hagsmunagæslumenn, einkum fyrir stór fyrirtæki, séu staðsettir í Brussel í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á laga- og reglugerð í Evrópusambandinu. Samkvæmt reglum ESB þurfa þessir lobbíistar ekki að skrá sig, en umræða er í gangi um opinbert eftirlit með hagsmunapoturum af þessu tagi í sambandinu. Þeir eru talsvert fleiri en allir starfsmenn framkvæmdastjórnar ESB í Brussel sem eru 24 þúsund.

Hagsmunagæslumennirnir eru tíðir gestir í kringum hina ýmsu fundarstaði og aðsetur mikilvægra nefnda og stofnana á vegum ESB og hafa því iðulega áhrif á gang mála.

Eðlileg upplýsingamiðlun og samráð við þá sem lögin hafa áhrif á eru eðlilegur hlutur.

Hins vegar hlýtur að vera spurning hvort fyrirkomulagið í Brussel sé eðlilegt, sérstaklega í ljósi þess að skráning funda hagsmunaaðilanna er ekki í neinu samræmi við reglur sem til dæmis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill fara eftir. Hún vill að allir fundir opinberra aðila með hagsmunagæsluaðilum séu skráðir til að hægt sé að tryggja gegnsæi og það að opinberir aðilar sinni skyldum sínum.

Í Brussel er hins vegar urmull slíkra funda óskráðir og margir funda háttsettra embættismanna ESB með lobbíistum eiga sér oft stað víðs fjarri skrifstofum sambandsins. Fátt er vitað hvað þar gerist.

Það er því oft erfitt að átta sig á því hvað það er sem ræður ferðinni í ýmsum málum þegar kemur að löggjöf ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband