Leita í fréttum mbl.is

Efnahagur ESB enn í frosti

Evrusinnar á Íslandi halda sumir hverjir að það sé til marks um styrk evrusvæðisins að verðbólga á svæðinu er nánast engin. Fréttir berast nú af því að mæld verðbólga á evrusvæðinu hafi í síðasta mánuði lækkað úr 0,5 prósentum í 0,4 prósent. Fjölmiðlar á Íslandi virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni sem þetta getur valdið því vandfundin er frétt um þetta.

Þetta þýðir að raunveruleg verðbólga á evrusvæðinu, þ.e. ef hægt væri að mæla allar keyptar vörur og þjónustu en ekki einungis úrtak, er líklega undir núllinu. Atvinnuleysi helst enda hátt þrátt fyrir árstíðabundna lækkun um 0,1 prósent.  

Þetta merkir að Seðlabanki Evrópu er nánast gagnslaus í því að koma hjólum atvinnulífsins á stað á ný þrátt fyrir dælingu á ódýru lánsfé út í hagkerfið. Reyndar á bankinn að stuðla að því að verðbólgan verði sem næst tveimur prósentum. Hann bara getur það ekki.

Víða í Evrópu hafa menn verulegar áhyggjur af þessu, en skilningur á ástandinu er ekki alls staðar jafn ríkur. Ekki er t.d. að auðfundin frétt um þetta á áróðursmiðli ESB, Euronews. Seðlabanki Evrópu gerir sér þó fulla grein fyrir þessu eins og BBC greinir hér frá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband