Leita í fréttum mbl.is

Stærsti mótor evrusvæðisins hikstar

Þetta er nú orðið hálfþreytandi, þessar fréttir af evrusvæðinu. Sama stöðnunin í efnhagagslífinu í nokkur ár. Og nú er það eðalklárinn sem hefur ekki lengur kraft til að hífa efnahagslíf álfunnar upp úr mýrinni. Það er samdráttur í framleiðslu í Þýskalandi. Og Frakkland stendur í stað.
 
Hefur nokkur hér á landi lengur áhuga á ESB?
 
Innflutningur á evrusvæðinu dregur kraftinn úr öðrum hagkerfum eins og lesa má í EUobserver.
 
Frétt mbl.is hljóðar svo: 
 
 
 

Stöðnun og sam­drátt­ur í efna­hag helstu ríkja evru­svæðis­ins veld­ur nú tölu­verðum áhyggj­um, en fram­leiðsla í lang­öflug­asta rík­inu, Þýskalandi, dróst sam­an um 0,2% á öðrum árs­fjórðungi.

Á svæðinu í heild var hag­vöxt­ur­inn eng­inn, 0,0%, og verðbólga fer enn minnk­andi.

Þá mæld­ist eng­inn hag­vöxt­ur í Frakklandi, ann­an árs­fjórðung­inn í röð.

Hag­fræðing­ar segja að haldi þessi þróun áfram á ár­inu auk­ist þrýst­ing­ur á Evr­ópska seðlabank­ann um að beita sér í aukn­um mæli, til að mynda með bein­um kaup­um á rík­is­skulda­bréf­um aðild­ar­ríkj­anna eða seðla­prent­un, eigi að tak­ast að koma í veg fyr­ir skeið verðhjöðnun­ar á evru­svæðinu.

Ekki er langt síðan hag­töl­ur sýndu að ít­alska hag­kerfið væri enn frem­ur á ný farið að skreppa sam­an. Þýska­land, Frakk­land og Ítal­íu eru þrjú stærstu hag­kerfi myntsvæðis­ins. 

mbl.is Enginn hagvöxtur á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 2459
  • Frá upphafi: 1165087

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2094
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband