Leita í fréttum mbl.is

Var það Ingibjörg Sólrún, Árni eða Geir sem spurði Rehn?

Þetta þarf nú að rifja upp eða leita nánari skýringar á? Hver í íslenska stjórnkerfinu hafði samband við ESB eins og Olli Rehn lýsir í bréfi sínu og í umboði hverra? Hver hafði lýðræðislegt umboð til að bera fram þessa spurningu? Og með hvaða hætti var hún borin upp?

Eyjan.is skýrir svo frá:

Íslensk stjórnvöld fóru fram á það við Evrópusambandið að íslenska krónan yrði „evruvædd“ í kjölfar hruns íslensku krónunnar árið 2008. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði þeirri ósk.

Þetta kemur fram í bréfi sem Olli Rehn hefur sent Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu Skotlands.

Rehn segir í bréfinu:  Ég minnist þess að árið 2008 falaðist þáverandi ríkisstjórn Íslands eftir þeim möguleika að „evruvæða“ einhliða íslensku krónuna í því skyni að koma á stöðugleika í peningamálum og stytta leið Íslands í Evrópusambandið, framkvæmdastjórnin einfaldlega hafnaði þessu þar sem það braut í bága við sáttmála sambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki ljóst, að ef ISG hefur komið nálægt þessu, sem er ekki líklegt, hefur það verið sem sendisveinn fyrir Geir og Árna, enda hafði hún ekkert með efnahagsmál að gera.

Ég held reyndar að þetta hafi komið fram í fjölmiðlum á sínum tíma sem óformleg fyrirspurn. Allavega man ég eftir skýrum svörum frá ESB um að það myndi ekki fallast á einhliða upptöku evru á Íslandi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 17:55

2 Smámynd:   Heimssýn

Það þarf í öllu falli að fá fram fullnægjandi lýsingu á þessu. Í dag eru gerðar þær kröfur til upplýsinga og gagnsæis í starfi stjórnvalda að þessar upplýsingar ættu að liggja fyrir með skýrum hætti. Hvert er nákvæmlega tilefni þessara skrifa Rehn? Hver bar fram þessa fyrirpurn eða ósk? Í hvaða umboði? Með hvaða hætti? Þetta þarf að liggja alveg skýrt fyrir.

Heimssýn, 3.9.2014 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 427
  • Sl. sólarhring: 442
  • Sl. viku: 2836
  • Frá upphafi: 1166210

Annað

  • Innlit í dag: 343
  • Innlit sl. viku: 2434
  • Gestir í dag: 316
  • IP-tölur í dag: 313

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband