Leita í fréttum mbl.is

Mogherini vill innlima Ísland í ESB

Verðandi utanríkismálastjóri ESB á þá ósk heitasta að Ísland og önnur umsóknarríki verði sem fyrst hluti af ESB. Þetta kemur fram í ummælum hennar í tengslum við mannabreytingar hjá ESB og mbl.is greinir frá.
 
Á meðan við erum skilgreind sem umsóknarríki bíður ESB hvers færis að innlima Ísland. Við yrðum að kyngja reglum þeirra og lögum í auknum mæli, ESB myndi ráða formlega yfir fiskimiðunum og við yrðum þvinguð til að taka upp evru, gjaldmiðilinn sem heldur evrusvæðinu í efnahagsfrosti.
 
Það var okkar mesta happ að við vorum ekki með evruna fyrir hrunið og að neyðarlögin voru samþykkt áður en evrulöndin gátu í gegnum AGS þvingað íslenska ríkið (les: skattgreiðendur) til að taka á sig ábyrgð á Icesave-skuldunum.
 
Hvenær ætla menn að læra? Hvenær ætla menn að skilja? Hvenær ætla menn að hafa dug til þess að standa almennilega í lappirnar?
 
 

mbl.is Vill áframhaldandi stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru ótrúlega heppnir að eiga kost á að taka upp evru eftir inngöngu í ESB.

Aðrar örþjóðir hafa neyðst til að taka upp dollar eða evru einhliða eða binda sinn gjaldmiðil við annan hvorn þeirra eftir að þeim varð ljóst að smæðin gerði þeim ófært að halda áfram með sérstaka gengisskráningu á eigin gjaldmiðli vegna mikillar verðbólgu.

Að neita að horfast í augu við að krónan er ónýt hlýtur að vera heimsmet í þráhyggju enda auðvelt að færa rök fyrir því auk þess sem nærri aldar reynsla ætti fyrir löngu að hafa kennt okkur það.

Heppnin kemur hins vegar að litlu gagni ef heimska kemur í veg fyrir að menn notfæri sér hana. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 22:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mogherini ræður engu um það,íslendingar ráða því sjálfir.

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2014 kl. 22:03

3 identicon

Hvers vegna fylgir mikil verðbólga litlum gjaldmiðli eins og krónunni?

Ástæðan er miklar sveiflur á genginu sem orsakast af smæð gjaldmiðilsins. Þegar gengið lækkar hækka innfluttar vörur í verði sem veldur verðbólguskoti. Við það lækkar kaupmáttur launa svo að það þarf að hækka laun sem veldur aftur verðbólguskoti.

Þetta væri kannski ekki svo alvarlegt ef hækkun á gengi krónunnar hefði öfug áhrif, en svo er alls ekki. Hækkun á gengi krónunnar hefur sjaldnast áhrif til verðlækkunar og aldrei til launalækkunar. Afleiðingarnar eru miklu meiri verðbólga hér en á stærri myntsvæðum.

Liggur þetta ekki í augum uppi?

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 10:40

4 identicon

Sammála öllu þessu sem þú segir Ásmundur en ég er klár á því að þetta skolast ekki inn í hausinn á innibyggjunum.

Alveg rétt hjá þér Helga, það er nefnilega þannig að þegar samningur liggur fyrir, þá er það Íslenskur almenningur sem hefur síðasta orðið í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu eins og alltaf hefur staðið til.

Af hverju þurfti að setja á NEYÐARLÖG....var það ekki vegna íslensku krónunnar....var það einstök heppni að þurfa að setja á neyðarlög með tilheyrandi gjaldeyrishöftum...???....reynið að vakna innibyggjar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 16:26

5 Smámynd: Elle_

Hví farið þið Ásmundur og Helgi ekki?  Þið munuð fá evru og alla heilu dýrðina beint framan í ykkur.

Elle_, 4.9.2014 kl. 19:59

6 Smámynd: Elle_

En kannski heimska komi í veg fyrir að þessir innibyggjar fari?  Sama heimska og kemur í veg fyrir að það skolist inn í hausinn þeirra að málið snúist ekki um efnahag og peninga, evru eða krónu, enda Ásmundur farinn að síendurtaka gömlu rulluna.

Elle_, 4.9.2014 kl. 20:49

7 identicon

Þess vegna er brýnt að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp um að draga aðlögunarumsóknina tilbaka strax í haust. Og það er hlutverk Sigmundar að skikka vindhanana í þingflokki Sjálfstæðisflokksins til að fylgja stjórnarsáttmálanum þess efnis.

Ríkisstjórnin var ekki kosin til að þóknast landráðaliðinu sem Ásmundur og Helgi eru hluti af, heldur til að grafa ESB-málið fyrir fullt og allt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 22:33

8 Smámynd: Elle_

Og Helgi heldur að neyðarlögin hafi verið sett vegna ísl. krónunnar, ekki nema von meðan hann hlustar á Ásmund.  Það voru bankar fallandi út um allan hinn vestræna heim, nema í Kanada, og ekki voru hin löndin með ísl. krónuna.

Elle_, 4.9.2014 kl. 22:50

9 identicon

Fylgni við ESB-aðild er að aukast. Menn eru farnir að sjá í gegnum málflutning ESB-andstæðinga. Tillaga á þingi um að slíta viðræðum þrátt fyrir margítrekuð loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á stóran þátt í því.

Það er mikil örvænting fólgin í því að krefjast þess að menn svíki loforð um slík grundvallaratriði. Þannig eru menn að kalla yfir þjóðina stjórnvaldsspillingu af áður óþekktri stærð.

Þegar það bætist við lágkúrulegan málflutning eins og td að kalla ESB-sinna landráðamenn rennur upp fyrir æ fleirum að það er ekki allt í lagi í herbúðum ESB-andstæðinga.

Að taka fullan þátt í samstarfi ESB-þjóða sem sjá sér hag í slíku samstarfi er auðvitað bara jákvætt. Ísland hefur enn meiri hag af slíku samstarfi en aðrar þjóðir vegna ónýtrar krónu og smæðar þjóðfélagsins.

Upptaka evru er nauðsynleg til að ná þeim stöðugleika sem aukin samkeppnishæfni krefst. Með aukinni samkeppnishæfni batna lífskjörin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 276
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 2756
  • Frá upphafi: 1164963

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 2368
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband