Miðvikudagur, 10. september 2014
Umsókn um aðild að ESB formlega dregin til baka samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar
Fram kom í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld að í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur komi fram að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði lögð fram.
Það er mikilvægt að þetta komi fram, sérstaklega í ljósi þeirrar ósvífni ESB að skilgreina Ísland enn sem umsóknarland í sínum innri pappírum og áróðri.
Svo segir í frétt mbl.is um þetta:
Fram kemur í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur að þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði lögð fram. Þetta kemur fram í þeim hluta málaskrárinnar sem fjallar um mál sem heyra undir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra.
Tekið er fram að tímasetning framlagningar þingsályktunartillögunnar liggi hins vegar ekki fyrir og þeim möguleika haldið opnum eftir sem áður að slík tillaga verði ekki lögð fram. Orðrétt segir: Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.
Stefnt að afturköllun umsóknarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 224
- Sl. sólarhring: 276
- Sl. viku: 2593
- Frá upphafi: 1165221
Annað
- Innlit í dag: 197
- Innlit sl. viku: 2220
- Gestir í dag: 183
- IP-tölur í dag: 181
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þessi tillaga verður lögð fram, sem er mjög vafasamt, munu mótmælendur stöðva hana.
Ef hún verður borin undir atkvæði verður hún felld. Það eru til ærlegir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á þingi sem myndu aldrei bendla sig við slík svik sértaklega eftir hörð mótmæli þjóðarinnar.
Einu áhrifin af slíku gerræði væru verulegt fylgistap ríkisstjórnarflokkanna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 22:25
Það er nú almennilegt af Evrópusambandinu að hafa ekki gefist upp á okkur alveg strax.
Nú þurfum við Heimsýnarfólk að fara að berjast fyrir því að viðræðunum verði fram haldið og að lokum settar í langþráða þjóðaratkvæðagreiðslu.
Því við Heimsýnarfólk erum sko ekki hrædd við að tapa og munum um fram allt virða niðurstöðuna hver svo sem hún kann að verða og enn fremur fagna sigri lýðræðisins á þeim sem ekki treysta lýðnum, nema til mjög svo takmarkaðra verka.
Enda erum við Heimsýnarfólk öll fylgjandi frelsi einstaklingsins og það ekki bara til athafna hverskonar heldur líka til að að velja stefnur og strauma sem stjórnvöldum hverju sinni ber að fylgja.
mbk,
Björn Heimsýnarmaður #1
Björn (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 22:57
Ekki voru þeir svo lýðræðislega þenkjandi í flokki Össurar,þegar þeir höfnuðu þjóðaratkvæðatillögu stjórnarandstöðu 2009 og fóru með umsóknina til Brussel,eftir þvingaðar samþykktir stjórnar. Ég sem löglegur Heimssýnar meðlimur,finnst Esb ekkert sýna okkur neitt nema valdið svo langt sem það nær.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2014 kl. 01:32
Umsóknin sjálf árið 2009 var hreint stjórnarskrárbrot, eins og ítrekað hefur verið gerð grein fyrir á vef Fullveldisvaktarinnar, fullveldi.blog.is -- Þar fyrir utan var þá verið að þvinga samstarfsflokk í ríkisstjórn til að greiða atkvæði þvert gegn sannfæringu þingmanna (eins og kom fram þegar nokkrir þeirra gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þar á meðal Svandís Svavarsdóttir), og einnig það er stjórnarskrárbrot.
Ríkisstjórninni er ekki stætt á öðru en að draga þá umsókn formlega til baka.
Fagna ber því sem fram í málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur, og farið nú að taka rögg á ykkur, ráðherrar! Ítök vesallar stjórnarandstöðunnar í fjölmiðlungum mun gagnslaus reynast henni, þegar tekið er fast og hratt á málinu, og þá verður það brátt og farsællega úr sögunni, rétt eins og taglhnýtingsstefna kommúnista við Sovétríkin varð að einberu hreyksli úr fortíðinni.
Jón Valur Jensson, 11.9.2014 kl. 02:17
Hérna er samningurinn á íslensku: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf
Höldum bara þjóðaratkvæðagreiðslu og klárum þetta strax.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2014 kl. 03:12
Um hvað? Guðmundur Ásgeirsson.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2014 kl. 11:15
Ákvörðun um aðildarumsókn var tekin með nákvæmlega sama hætti og í öllum ESB-löndunum.
Engum datt þar i hug að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja skyldi aðildarviðræður enda ljóst að fyrst þarf að liggja fyrir samningur áður en hægt er að taka ákvörðun um að hafna aðild.
Að kjósa núna um aðild og missa þannig af möguleikum á sérlausnum væri ótrúleg heimska. Að hugsa til þess að menn sem vilja það komi að stjórn landsins er ógnvekjandi.
Aðildarumsókn var samþykkt á þingi með öruggum meirihluta þrátt fyrir að Borgaraflokkurinn kysi gegn eigin sannfæringu ásamt nokkrum sjálfstæðismönnum. Á þeim tíma var einnig meirihluti fyrir umsókn meðal þjóðarinnar skv skoðanakönnunum.
Að sjálfsögðu er ekkert vit í öðru en að ljúka samningnum og leyfa þjóðinni að kjósa um hann.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 18:34
Nei Ásmundur,hún var einmitt frábrugðin ákvörðunum ESB-landa,var hreint stjórnarskrárbrot,sem má sjá á vefnum fullveldi.blog.is.
Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2014 kl. 14:31
Helga, á hvern hátt var ákvörðunin um aðildarumsókn frábrugðin því hvernig staðið var að ákvörðunum ESB-þjóðanna um aðildarumsókn?
Að halda því fram að um stjórnarskrárbrot hafi verið að ræða er bara hlægilegt.
Stjórnarskráin setur engin takmörk á samstarf við erlendar þjóðir né að mynda bandalag eða ganga inn í samband um slíkt samstarf.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.