Leita í fréttum mbl.is

Hver hvíslar að Þorbirni fréttamanni?

Það er greinilegt á pilsti Þorbjarnar Þórðarsonar í Markaði Fréttablaðsins í dag að einhver er að reyna að hvísla að honum ákveðnu sjónarhorni um það sem stendur í skýrslu Seðlabankans um Valkosti í gjaldmiðilsmálum. Þorbjörn er samt efins um réttmæti skoðana hvíslarans og hann er efins um evruna sem valkost. Það eru fréttir.

Þorbjörn heldur þvi fram að í rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu starfsmanna Seðlabankans sé því haldið fram að evran sé fýsilegasti kosturinn fyrir Íslendinga. Þessu hlýtur einhver að hafa hvíslað í eyra Þorbjörns. Hann getur ekki hafa lesið allar 600 síðurnar þar sem skýrt er kveðið á um að það sé vel mögulegt að halda krónunni. Hann hefur heldur ekki lesið varnaðarorðin í köflunum um atvinnumarkaðinn þar sem skýrt er kveðið á um að það myndi reynast vinnandi fólki á Íslandi erfitt að starfa undir evrunni.

Skarpur fréttaskýrandi eins og Þorbjörn hefði ekki skrifað svona ef hann hefði lesið alla skýrsluna. Hann endurómar sjónarmið sem tiltekinn þingmaður Bjartrar framtíðar og nokkrir áhugamenn um evruna hafa verið að halda fram: að skýrsla Seðlabankans mæli með evrunni og menn þurfi að lesa skýrsluna betur og fjalla um hana til að sannfærast.

Það er reginfirra að þetta sé sú mynd sem skýrslan Seðlabankans dragi upp. Enda hafa fáir hlustað á þessa söguskýringar þingmanns Bjartrar framtíðar og tiltekinna áhugamanna um evruna. Þorbjörn er auk þess búinn að átta sig á því, þótt hann hafi ekki haft tök á því að lesa allar 623 síðurnar í skýrslunni, að evran er varasamur valkostur hvort sem er fyrir Íslendinga eða íbúa í evrulöndunum. Þorbjörn segir óvissu ríkja um evruna. Íbúar álfunnar hafi efasemdir um þann gjaldmiðil, ekki bara í þeim ríkjum þar sem evruvandinn er mestur heldur einnig í Þýskalandi, stærstu evruhagvélinni. Þá má skilja á Þorbirni að það sé jafnvíst að evrukrísan muni skella aftur á og að næsta haustlægð muni lemja á íbúum á suðvesturhorni Íslands.  

Yfirskriftin á pistli Þorbjörns er krafa um kredduleysi. Það er ánægjulegt að það er ekki hægt að greina á pistlinum að Þorbjörn sé haldinn neinni evrukreddu. Hann er orðinn efasemdarmaður um evruna. Það er samt greinilegt að það eru einhverjir aðrir sem enn halda fram þeirri kreddu að skýrsla Seðlabankans nefni evruna sem helsta valkost í gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Það er rangt eins og oft hefur verið bent á í pistlum á vefsíðum Heimssýnar.  Nægir í því efni að lesa lokaorðin í inngangi seðlabankastjóra á síðum 68 og 69. 

Enn fremur segir um atvinnumarkaðinn á blaðsíðu 361 að aðild að myntbandalagi gæti orðið okkur erfið ef ekki tækist að lækka laun til þess að tryggja samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Ella gætum við endað í alvarlegum vanda á vinnumarkaði líkum þeim sem ríki á evrusvæðinu glíma nú við.

Það er um að gera að ræða þessi mál kreddulaust, af yfirvegun og af þekkingu! 

 Sjá ýmsa pistla um málið hér:

Af hverju mistúlkar Árni Páll stöðugt skýrslu Seðlabankans 

Sérfræðingar eru efins um evruna 

Skýrsla Seðlabankans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara það sem nánast allir viðurkenna og er mainstream álit allra málsmetandi aðila.

Það hvað einhverjir aðilar hér uppi í fásinni segja í áróðursskyni og einstefnu er beisiklí irrelevant.

- því vitað er að heimssýn hatar Evrópu og allt sem henni viðkemur og þ.á.m. Evru, og þ.a.l. sjá þeir tryllast þeir þegar nefnd atriði koma til umræðu og bölva ógurlega og ráðast á næsta moldarbarð og bölast þar með ófögrum hljóðum.

Þessvegna eru orð heimssýnar og þeirra afleggjara ómarktæk í málefnalegri þjóðmálaumræðu.

Ráðlegra væri fyrir þessi samtök að gefa upp hver fjármagnar þau heldur en að vera að spúa áróðri lon og don innbyggjum til leiðinda og ama og jafnvel tjóns.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 09:27

2 identicon

Seðlabankinn gat ekki leyft sér að mæla með evru án þess að nefna annan valkost. Ef hann hefði ekki gert það hefði hann verið sakaður um að taka pólitíska afstöðu.

Þess vegna nefndi hann einnig krónuna þó að skýrslan sýndi að krónan væri ónothæf. Meðal annars kom fram í skýrslunni að gengissveiflurnar væru svo ýktar að þær væru skaðlegar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 09:49

3 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er mikill misskilningur hjá Ásmundi og Ómari. Heimssýn hefur mikinn og jákvæðan áhuga á Evrópu sem og heimsbyggð allri og höfum gert okkur sérstakt far um að kynna okkur aðstæður í Evrópulöndum eins og greina má hér á síðunni.

Við leggjum málefni og rök til grundvallar í umræðunni.

Við getum svo glatt Ásmund og Ómar með því að þessi skrif eru alveg ókeypis, bæði fyrir þá og Heimssýn og að þau eru ekki studd fjárhagslega með neinum hætti. Það er jú til eitthvað sem heitir áhugamál og sjálfboðaliðastarf. Við erum rík af slíku í Heimssýn.

Heimssýn, 1.10.2014 kl. 16:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri kannski rétt fyrir þig Ásmundur að líta létt yfir skýrslu Seðlabankans, þó farið sé að slá í hana. Vissulega vildu starfsmenn bankans sem skýrsluna gerðu ekki taka afstöðu með evrunni einni saman, því var bent á fleiri kosti. Megin niðurstaðan var þó sú að best væri að halda krónunni, en EF til gjaldmiðlaskipta kæmi, gæti evran orðið einn af þeim kostum sem skoða þyrfti nánar.  

Annars er merkilegt að menn séu enn að velta sér upp úr þessari skýrslu, svo úrelt sem hún þegar er orðin. Þegar hún var gerð var ástandið hér á landi mun verra en nú og í raun ekki sjáanlegt að þáverandi stjórnvöld hefðu getu til að breyta því. Eftir stjórnarskiptin hafa orðið umskipti í þjóðarbúinu. Þá var evran enn talinn lífvænleg þegar skýrslan var gerð, það eru ansi fáir sem sjá fyrir sér að sá gjaldmiðill nái að lifa út þennan áratug. Jafnvel að andlát hennar verði fyrr en seinna.

Trú Samfóista og BF fólks á þjóðinni er sennilega svona lítið. Þeir telja sennilega að nógu langt sé um liðið frá opinberun skýrslunnar að fólk sé almennt búið að gleyma innihaldi hennar. 

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2014 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 517
  • Sl. sólarhring: 626
  • Sl. viku: 3024
  • Frá upphafi: 1166784

Annað

  • Innlit í dag: 471
  • Innlit sl. viku: 2618
  • Gestir í dag: 435
  • IP-tölur í dag: 427

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband