Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason kjörinn formaður Heimssýnar

VigdisJonJohanna

Á fjölmennum aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var í kvöld á Hótel Sögu í Reykjavík var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, kjörinn formaður. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin varaformaður. Fráfarandi formanni, Vigdísi Hauksdóttur, voru þökkuð vel unnin störf í þágu Heimssýnar með glymjandi lófataki.

Meðfylgjandi mynd er af Vigdísi Hauksdóttur, fráfarandi formanni, Jóni Bjarnasyni, nýkjörnum formanni og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, nýkjörnum varaformanni.

Á fundinum flutti Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri, erindi um umsókn og aðildarferli að ESB. Mjög góður rómur var gerður að erindi Ágústs. Hann fjallaði meðal annars um þá breytingu sem orðið hefur smám saman á aðildarferli að ESB frá 1972 eftir því sem aðildarríkjunum hefur fjölgað, en við það hafa aðildarríki í raun staðið frammi fyrir því að samþykkja lög og gerðir ESB eins og þau eru hverju sinni. Svokallaður pakki liggur því þegar fyrir eins og opin bók.

Í lok aðalfundarins var samþykkt ályktun samhljóða og er hún svohljóðandi:

Aðalfundur Heimssýnar haldinn 9. október 2014 áréttar mikilvægi þess að Alþingi mæli fyrir um afturköllun umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að ESB nýtur hvorki stuðnings meirihluta þingheims né þjóðarinnar. Eina rökrétta og lýðræðislega framvinda málsins er því sú að umsóknin um aðild að ESB verði afturkölluð.  

Stjórnarkjör fór fram og voru eftirtalin kjörin í stjórn:

Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Ásgeir Geirsson

Ásmundur Einar Daðason

Birgir Örn Steingrímsson

Bjarni Harðarson

Elísabet Svava Kristjánsdóttir

Erna Bjarnadóttir

Frosti Sigurjónsson

Gísli Árnason

Guðjón Ebbi Guðjónsson

Guðni Ágústsson

Gunnar Guttormsson

Gunnlaugur Ingvarsson

Halldóra Hjaltadóttir

Haraldur Hansson

Haraldur Ólafsson

Hörður Gunnarsson

Ívar Pálsson

Jakob Kristinsson

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Jón Bjarnason

Jón Árni Bragason

Jón Ríkharðsson

Jón Torfason

Kristinn Dagur Gissurarson

Lilja Björg Ágústsdóttir

Óðinn Sigþórsson

Ólafur Egill Jónsson

Ólafur Hannesson

Páll Vilhjálmsson

Pétur H. Blöndal

Ragnar Arnalds

Ragnar Stefán Rögnvaldsson

Sif Cortes

Sigurbjörn Svavarsson

Sigurður Þórðarson

Stefán Jóhann Stefánsson

Styrmir Gunnarsson

Viðar Guðjohnsen

Vigdís Hauksdóttir

Þollý Rósmundsdóttir

Þorvaldur Þorvaldsson

Þóra  Sverrisdóttir


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 2101
  • Frá upphafi: 1188237

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband