Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason eftir aðalfund Heimssýnar

jonb

Jón Bjarnason, nýkjörinn formaður Heimssýnar fjallar um aðalfundinn og stefnumál samtakanna á bloggi sínu í dag. Hann segir að ríkisstjórn Jóhönnu og ESB hafi siglt aðildarviðræðum í strand á miðju ári 2011.

Sjá hér pistilinn hjá Jóni í heild

 Umsóknarferlinu að ESB var siglt í strand á miðju ári 2011, þegar ljóst var að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndu ekki opinbera formlega kröfur sínar í sjávarútvegsmálum gagnvart Íslendingum. ESB kaus  heldur að  vísa alfarið á lög og reglur sambandsins í þeim efnum og ítrekaði að frá þeim yrði ekki vikið.

Ísland gat því ekki heldur birt formlega kröfur sínar og vegna þessa gátu viðræður um sjávarútvegskaflann aldrei hafist.

Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri, sem var fyrirlesari á aðalfundi Heimssýnar vísaði m.a. í orð utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar í bókinni Ár drekans að hann hefði árið 2012 nánast grátbeðið framkvæmdastjórn ESB um að sýna á spilin í sjávarútvegsmálum svo ferlið gæti gengið áfram.

En Evrópusambandið hafnaði því og þóttist vafalaust vita hverjar yrðu pólitískar afleiðingarnar þess á Íslandi, ef kröfur þess í sjávarútvegi  væru birtar formlega.

 Að mínu mati var það ekki síst ESB, sem vilda gera hlé í ársbyrjun 2013 án þess að lýsa því opinberlega að ferlið væri stopp.

Fyrir Samfylkinguna var hinsvegar engu að tapa, hún varð að ríghalda í eina mál sitt,  ESB aðild, hvað sem það kostaði.

Það leið að kosningum á Íslandi og umsóknarferlið komið í strand. Þrátt fyrir allt var að mati ESB vænlegast  að gera hlé á ferlinu og láta umsóknina liggja um hríð. Tíminn yrði þá nýttur til að vinna jarðveginn betur á Íslandi og bíða eftir nýjum ESB-sinnuðum stjórnvöldum til þess að láta inngönguferlið halda áfram.

Það kom fram í erindi Ágústs að ekki væri hægt að halda áfram aðildarferlinu á grundvelli þeirrar umsóknar sem nú er í gangi. Umsóknarríki verði að samþykkja réttareglur Evrópusambandsins í einu og öllu. 

Fyrir því verði að vera skýr meirihluti bæði meðal þings og þjóðar áður en farið væri í þá vegferð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1869
  • Frá upphafi: 1187096

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1648
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband