Leita í fréttum mbl.is

Bleyjur á ESB-beljurnar

Þýskir bændur hafa brugðið á það ráð að setja bleyjur á beljur sínar í framhaldi af nýrri reglugerð um það hvar kusurnar mega smella mykjunni.

Mbl.is greinir frá þessu: 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur í hyggju að setja regl­ur um það hvar kýr megi skíta en sam­kvæmt fyr­ir­huguðum regl­um verður þeim óheim­ilt að gera slíkt á landsvæði með meira en 15 gráðu halla. Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að grunn­vatn meng­ist.

Fram kem­ur í frétt Thelocal.de að Bænda­sam­tök Bæj­ara­lands í Þýskalandi hafi harðlega mót­mælt þess­um fyr­ir­huguðum regl­um ESB og kraf­ist þess að þýsk stjórn­völd beiti sér gegn því að þær taki gildi. Haft er eft­ir Ant­on Kreit­ma­ir hjá sam­tök­un­um að kúa­mykja sé ekki meng­un­ar­vald­ur held­ur verðmæt­ur áburður.

Tákn­ræn mót­mæli fóru fram gegn fyr­ir­hugaðri laga­setn­ingu í gær á sveita­býli bónd­ans Johanns Huber þar sem kýr­in Dor­is var sett í bleyju úr plasti. Henni var síðan ásamt öðrum kúm beitt á landsvæði sem yrði ólög­mætt tækju regl­urn­ar gildi. Fram kem­ur í frétt­inni að regl­urn­ar þýddu að sveita­býli í alpa­héruðum Bæj­ara­lands gætu ekki haldið kýr. 


mbl.is Mótmæla Brussel með bleyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 1187082

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband