Leita í fréttum mbl.is

Kynlegir kvistir í kommisarastólana hjá ESB?

Það virðist vera einhverjum vandkvæðum bundið að samþykkja þá framkvæmdastjóra sem aðildarríkin tilnefna í stöður hjá ESB. Nú er þing Evrópusambandsins að rannsaka bakgrunn margra þeirra og því er bið á að þeir komist í stólana, svo sem vegna of náinna tengsla við þrýstihópa.
 
Eins og fram kemur í tengdri frétt eru það nú einkum fulltrúar Bretlands, Spánar, Tékklands og Ungverjalands sem eru til sérstakrar skoðunar.
 
Það virðist einkum vera breski fulltrúinn, Jonathan Hill, sem þykir þess verður að vera skoðaður alveg sérstaklega vel af þingi Evrópusambandsins vegna náinna tengsla Hill við fjármálageirann í gegnum fjármálaráðgjafaskrifstofu (lobbybureau) sína í London.  
 
Ungverski framkvæmdastjórakandidatinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera fulltrúi ríkisstjórnar í Ungverjalandi sem dregið hafi úr málfrelsi í landinu. Fulltrúi Spánar þykir hafa of náin tengsl við olíuiðnaðinn, en til stendur að hann verði framkvæmdastjóri (ráðherra) yfir orku og loftslagsbreytingum.
 
Það er líklega rétt hjá ESB að kanna vel bakgrunn þeirra sem veljast í framkvæmdastjórastöður. Þess er skemmst að minnast þegar framkvæmdastjóri yfir heilbrigðistmálum, John Dalli frá Möltu, var rekinn vegna of náinna samskipta við ýmsa hagsmunahópa sem ekki voru skráð eins og stjórnsýslureglur ESB kveða á um. Þá kom í ljós að náinn samstarfsmaður hans hafði boðið sænskum munntóbaksframleiðendum að Dalli myndi breyta löggjöf ESB þeim í hag gegn álitlegri mútugreiðslu.
 
Þessar aðstæður sýna að einhverju leyti þann vanda sem ESB þarf að fást við vegna mismunandi viðhorfa og menningar í aðildarlöndunum. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ljóst að svona stórt apparat getur ekki virkað rétt. Til þess eru hagsmunir einstaka fjárfesta og miklir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2014 kl. 10:08

2 identicon

Þakka Heimssýn fyrir að vekja athygli á vönduðum vinnubrögðum ESB. Hver sem er fær ekki að gegna ábyrgðarstöðum þar.

Stærð ESB er styrkur þess. Það er einmitt smæð okkar sem gerir ESB aðild ekki bara æskilega heldur nauðsynlega.

Með ESB-aðild fáum við ekki bara nothæfan gjaldmiðil heldur einnig vönduð lög sem örríki hafa ekkert bolmagn til að setja og endurskoða eftir þörfum.

Það er ljóst að 63 þingmenn komast aldrei yfir það með góðu móti sem mörg hundruð þingmenn sinna í öðrum löndum.

Með ESB-aðild væri létt af þingmönnum þungu fargi. Þeir gætu þá sinnt betur því sem ekki kemur til kasta ESB.

ESB-aðild gerir Íslandi kleyft að vera sjálfstætt örríki með reisn. Niðurlæging okkar vegna gjaldmiðilsins yrði úr sögunni auk þess sem Alþingi gæti þá komist yfir sín verkefni.

Fyrir utan Möltu, Lúxemborg, Kýpur og Eistland, sem þegar hafa hneppt hnossið, er Ísland eina örríkið í heiminum sem getur fengið traustan eigin gjaldmiði með öllum þeim kostum sem því fylgir.

Engin þjóð með viti kastar frá sér slíku tækifæri. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1848
  • Frá upphafi: 1187075

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1629
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband