Leita í fréttum mbl.is

Sprengisandur fjallar um lýðræðishallann í ESB

Það var athyglisvert sem fram kom í umræðum í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að mikill lýðræishalli væri í ESB, ekki síður en á Evrópska efnahagssvæðinu. Það var Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð2 sem hvað skýrast kvað að orði í þeim efnum.

Það er kannski ástæða fyrir íslenska fjölmiðla að fara aðeins nánar ofan í saumana á lýðræðishallanum í ESB. Hann kemur ekki bara fram í því að Brusselvaldið heimtar að við breytum stjórnarskránni til að hleypa í gegn tilskipunum sem henta okkur misvel. Hann kemur ekki hvað síst fram í því að stór hluti íbúa ESB-ríkjanna er hundóánægður með þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í krafti ESB eins og kosningar til ESB-þingsins sýndu í vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rangt að tala um lýðræðishalla þó að afgreiðsla einstakra mála séu ekki alveg að skapi allra fulltrúa einstakra þjóða.

Þannig er það alltaf í allri samvinnu. Þeir sem taka þátt gera það vegna þess að þeir telja að jákvæð áhrif séu meiri en neikvæð með því að vera með.

Það mætti alveg eins segja að það væri lýðræðishalli á Íslandi vegna þess að meirihlutaákvarðanir Alþingis væru ekki alltaf að skapi td íbúa Kópaskers.

Lýðræðið er með allra besta móti í ESB enda valddreifingin þar mikil. Leiðtogaráðið markar stefnuna. Framkvæmdastjórn undirbýr lagafrumvörp sem Evrópuþingið og Ráðherraráðið samþykkja eða hafna.

Ákveðinn lágmarksfjöldi úr hópi kjósenda getur einnig lagt fram mál til afgreiðslu í Evrópuþinginu og ráðherraráðinu. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 12:37

2 Smámynd:   Heimssýn

Hér eru lesendur hvattir til þess að skoða ýmsar almennar og fræðilegar greinar um efnið, t.d. með því að "gúggla" "democratic deficit in the EU". Það hafa verið skrifaðar þúsundir vandaðra greina og bækur um efnið frá því að samrunaþróunin hófst. Einn liður í lýðræðishallanum er sá að frumkvæðisréttur þingsins til lagagerðar er ákaflega takmarkaður, eins og ofangreind athugasemd kemur reyndar inn á. Valdi hefur verið þjappað saman í framkvæmdastjórninni og hjá embættismannaelítunni. Brusselvaldið hefur t.d. knúið á um og fengið í gegn mikinn, og oft óþarfan, niðurskurð í opinberum útgjöldum sem viðkvæmustu hóparnir í Evrópu hafa liðið fyrir.

Heimssýn, 12.10.2014 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 259
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2173
  • Frá upphafi: 1187029

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 1925
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband