Leita í fréttum mbl.is

Nýr formaður Heimssýnar: Þessi umsókn er búin

Fáir þekkja betur til umsóknarferlisins að ESB á sínum tíma en Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Hann er nýkjörinn formaður Heimssýnar og segir í nýlegu viðtali við Eyjuna.is að umsóknin sem send var ESB á sínum tíma sé úr gildi fallin. Hér er rétt að minna á þær forsendur sem gerðar voru í umsókninni, m.a. um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál, en það var einmitt fyrst og fremst vegna þeirra sem ESB treysti sér ekki til að halda áfram með umsóknina.
 
 
Föstudagur 10.10.2014 - 12:17 -

Nýr formaður Heimssýnar: Þessi umsókn er búin

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar. Eyjan/Gunnar

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar. Eyjan/Gunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Það þarf að ljúka þessu máli. Umsóknin er stopp og hefur siglt í strand. Það er ekki hægt að halda áfram á grundvelli samþykktar Alþingis og því á að afturkalla umsóknina eins og stjórnarflokkarnir hafa lofað að gera,“ segir Jón Bjarnason, nýkjörinn formaður Heimssýnar.

Á aðalfundi Heimssýnar var Jón kjörinn formaður og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, kjörin varaformaður.

Jón segir að þrátt fyrir breytingar í aðalstjórn hreyfingarinnar verði stefnumálin eftir sem áður þau sömu. Þar efst á blaði sé að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Tilraun til þess var gerð á síðasta þingi. Viðræðum var formlega slitið en tillaga utanríkisráðherra um að afturkalla umsóknina náði ekki í gegn að ganga, meðal annars vegna mikillar andstöðu í samfélaginu. Aðspurður hvers vegna umsóknin megi ekki liggja í þeim farvegi, þar sem ljóst er að stjórnarflokkarnir munu ekkert aðhafast í málinu á kjörtímabilinu, svarar Jón:

Við erum enn umsóknarríki og höfum undirgengist þær skuldbindingar sem í því felst. ESB lítur á okkur sem umsóknarríki. Það er hlé á þessum viðræðum og það hefur komið í ljós með skýrslum Hagfræðistofnunar og Alþjóðamálastofnunar að þeir sem sækja um aðild verða að taka yfir öll lög og reglur sambandsins og framselja valdið til Brussel í fjöldamörgum málum. Það liggur fyrir og Alþingi gaf ekki heimild til frekara framsals. Þess vegna er þessi umsókn stopp en hún bindur okkur inn í ákveðið ferli við ESB á meðan hún liggur þar. Þess vegna þarf að afgreiða þetta mál,

segir Jón og bætir við:

Núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að afturkalla umsóknina. Við munum hvetja þau til að standa við þessi loforð sín, því allt sem fram hefur komið í efnisumræðunni lýtur að því að það eigi að afturkalla umsóknina. Það er svo sjálfstætt mál ef menn vilja sækja um á öðrum forsendum. En þessi umsókn er búin.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri algjör siðblinda af hálfu ríkisstjórnarinnar að nota þann meirihluta sem hún fékk með því að lofa þjóðinni að hún fengi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna til að slíta viðræðunum án þess að þjóðin fengi tækifæri til að greiða atkvæði um það.

Sú staðreynd að allt bendir til að slík slit myndu gera aðild óhugsandi um mjög langa framtíð gerir glæpinn margfalt stærri sérstaklega í ljósi þess að ESB-aðild og upptaka evru er eina lausnin í sjónmáli á alvarlegum efnahagsvanda þjóðarinnar.

Það þjónar augljóslega engum öðrum tilgangi að slíta viðræðum en einmitt að koma í veg fyrir að meirihluti þjóðarinnar geti um langa framtíð valið að ganga í ESB. Ef slíkt gerist er það rækileg staðfesting á að Ísland er bananalýðveldi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 13:00

2 identicon

Ásmundur, það eru engir sem hlusta lengur á þennan þvætting sem þú og þínir halda enn uppi, fyrir utan ykkur sjálfa auðvitað. Sú staðreynd að þú skrifar þessa þvælu á þessa vefsíðu sýnir bara hversu gjörsamlega veruleikafirrtur þú ert. Þú hlýtur að vera heilaskaddaður. Heldurðu virkilega að þú sér að sannfæra einhvern sem les þetta, á þessar vefsíðu? Þessi skrif þín gætu verið heimsmet í tilgangsleysi. En það skiptir þig ekki miklu máli, er það? Þú ert ekki að þessu vegna þess. Þú ert haldinn þráhyggju á alvarlegu stigi, og þú ættir að leita þér aðstoðar við þessum kvilla þínum. Það er eitthvað að í sálinni.

Þjóðin talaði í síðustu kosningum þegar hún sparkaði í ESB-punginn á ykkur öllum. Sættu þig bara við staðreyndirnar, og þessi lygaþvæla um kosningaloforð er líka orðin þreytt tugga. Hættu þessu væli.

palli (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 00:00

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sigldi aðlögunarferlinu í strand á sjávarútvegskaflanum 2011. þar var ekkert í boði annað en að taka upp regluverki ESB 100%. Þar var aðildarferlin sjálfhætt enda ekki til heimild frá þingi til að halda áfram og ekki þingmeirihluti fyrir breytingum á fyrirvörum fyrir aðildarferlinu.

Núverandi þingi hefur þveröfugan vilja í aðildarmálum heldur en fráfarandi þing og því verður ekkert aðildarferli hvað þá "samningur" til að kjósa um enda krefst sá "samningur" að allri aðlögun sé lokið fyrirfram.

Best fyrir lýðræði væri að þetta aðildarferli yrði lagt niður formlega svo að næstkomandi þing og þjóð hefðu hreint borð til að taka afstöðu til aðildarumsóknar að ESB. Best væri að leggja aðildarferlið niður í góðri sátt en til að svo megi verða þurfa BF, Samfylkingin og Píratar hætta málþófsofbeldinu á alþingi.

Í ljósi staðreynda þá er málþóf BF, Samfylkingar og Pírata eins og að berja hausnum við stein enda engin forsenda lengur fyrir hendi til að fá einhver "samning", ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sá til þess.

Eggert Sigurbergsson, 13.10.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 1966
  • Frá upphafi: 1162418

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 1758
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband