Leita í fréttum mbl.is

Bjarni á móti aðild að ESB og útilokar þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og fjármála- og efnahagsráðherra, segist verða æ sannfærðari um að aðild að ESB henti ekki Íslendingum, viðræðum verði ekki haldið áfram og engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um slíkt.
 
Þetta kom fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Eyjan.is greinir frá þessu - sjá einnig hér: 
 
  
 

Rökin gegn ESB-aðild verða sterkari

Loks vék Bjarni að Evrópumálunum, en tillaga um að draga aðildarumsókn Íslands til baka er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Bjarni talaði skýrt í þessum efnum,  að viðræðum verði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu og að engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram hvort halda eigi viðræðum áfram.

Ljóst er að þær viðræður sem fyrri stjórn setti af stað eru komnar á endastöð. Aðdragandi málsins á Alþingi, sýndarviðræðurnar síðasta kjörtímabil og viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við málið var með þeim hætti að það er rétt að hreinsa borðið og hefja umræðuna á nýjum og réttum forsendum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál ætti aldrei að snúast um annað en það hvort þjóðin vilji fulla aðilda að Evrópusambandinu.  Frumforsenda fyrir slíkri atkvæðagreiðslu er að til staðar sé meirihluti á Alþingi og að sjálfsögðu í ríkisstjórn sem vill bera ábyrgð á og ljúka aðildarviðræðum með það að markmiði að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ef þessar frumforsendur eru ekki til staðar, fáum við aftur sirkusinn sem var í gangi á síðasta kjörtímabili. Ef ekki er til staðar ríkisstjórn sem ætlar að fara með samning heim til að styðja hann, fáum við aftur sömu hringavitleysuna og á síðasta kjörtímabili.

Bjarni sagðist vera þeirrar skoðunar að sú stefna að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins verði sterkari með árunum. Nægi þar að horfa til þróunarinnar innan sambandsins þar sem meira vald hafi verið framselt til sameiginlegra stofnana, á sama tíma og það gæti sívaxandi óánægju meðal kjósenda.

Evrópusamstarfið stendur á tímamótum í margvíslegum skilningi.  Evran er orðin sjálfstæð uppspretta átaka þjóðríkjanna um leiðir til að takast á við stöðnun, skuldavanda og viðvarandi hallarekstur.  Það er stutt síðan ríkin komu sér saman um sérstakar ríkisfjármálareglur, en svo þegar harðnar á dalnum heima fyrir breytist hljóðið. Að þá sé til dæmis ekki hægt að bjóða frönskum kjósendum upp á slík skilyrði.

Við þessar aðstæður eigum við Íslendingar að einbeita okkur að þeim verkefnum sem standa okkur næst og styrkja okkur í samkeppninni við önnur ríki um bætt lífskjör á þeim góðu forsendum sem við höfum í höndunum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eitt það sterkasta sem heyrst hefur frá honum.  Gott hann notaði orðið viðræður en ekki falska rangnefnið samningaviðræður sem voru aldrei í gangi.  

Hann segir samt - - - það er rétt að hreinsa borðið og hefja umræðuna á nýjum og réttum forsendum. - - - Nei, það á ekkert frekar að ræða þetta mál einu orði en að flytja fullveldi Íslands til Sómalíu eða Wow.

Elle_, 1.11.2014 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrsta verk til að hreinsa borðið hlýtur að vera að draga umsókmima til baka, með formlegum hætti.

Hvort einhvertíman seinna verði efnt til aðildarviðræðna, mun framtíðin skera úr um, en það verður þá væntanlega á þeim grunni að vilji fólksins standi til slíkra viðræðna og pólitískur vilji á Alþingi liggi að baki.

Ef umsókn verður ekki dregin til baka mun borðið áfram óhreint. Það mun auðvelda aðildarsinnum að vekja upp málið, hvort sem vilji þjóðarinnar er fyrir hendi eða ekki og algerlega óháð því hvort hreinn meirihluti sé fyrir því á Alþingi.

Ég trúi ekki að Bjarni hafi fengið það uppeldi að ganga frá óhreinu borði.

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2014 kl. 23:32

3 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Þjóðin vill fá að kjósa um hvort halda á aðildarviðræðum áfram. Þeir sem ekki skilja það... ja þeir þykjast ekki skilja það og það þýðir að þeir vilja ekki virða vilja fólksins. Það er óhrein framkoma hvað sem öðru líður.

Guðjón Sigurbjartsson, 2.11.2014 kl. 13:52

4 Smámynd: Elle_

Þið sem segið þetta skiljið ekki sjálf eða hreinlega lokið eyrunum og viljið ekki vita að hinar svokölluðu viðræður (bein upptaka laga erlendra ríkja og fullveldisframsal) geta ekki gengið lengra og voru komnar á endastöð 2011.  Við miðum við fullveldi og stjórnarskrá landsins.

Elle_, 2.11.2014 kl. 14:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þjóðin fékk ekki að kjósa þegar umrædd umsókn var send inn - tvisvar!  Því ber að draga þá umsókn til baka.

Síðan, ef einhverjum snillingi dettur í hug að sækja um AFTUR, ÞÁ á að byrja á því að setja þá hugmynd í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auk þess er torskilið hvernig er hægt að halda áfram aðildarviðræðum sem engar eru.

Kolbrún Hilmars, 2.11.2014 kl. 15:42

6 Smámynd: Elle_

Já, það er verulega torskilið:)

Elle_, 2.11.2014 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2425
  • Frá upphafi: 1165053

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2061
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband