Leita í fréttum mbl.is

Er Kjarninn ESB-blöðungur?

Hluti ritstjórnar Kjarnans hefur ekki farið dult með jákvæðar skoðanir sínar á evrunni. Meðal nýrra fjárfesta í vefritinu er einnig ákafur talsmaður upptöku evru hér á landi. Einn víðlesnasti bloggari landsins fer ekki dult með skoðun sína á stöðu Kjarnans hvað þetta varðar.

Páll Vilhjálmsson segir Kjarnann verða á bandi Samfylkingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vera á bandi eða í bandi, það er spurningin.

Kjarninn er náttúrulega í bandi Samfylkingar, enda í eigu hreinna og klárra auðkrata, sem sjá hag sínum best borgið í alsnægtum Brussel, á kostnað píndrar evróksrar alþýðu.

Ekkert nýtt að kratar sækist í að fleyta annarra manna rjóma.

Ríkisútvarpið er hinsvegar á bandi ESB Samfylkingar, enda hefur starfsmannastefna þessar ríkisfyrirtækis snúist um að ráða inn krata.

365 miðlar Jóns Ásgeirs eru líka á bandi ESB Samfylkingar, enda hefur sá auðjöfur komist áfram í skjóli flokksins, og þurfti heilt hrun til þess að tefja hans yfirráðaplön. Sá maður getur sennilega varla beðið eftir að ESB Samfylking komist aftur að völdum. Þessi útlegð Jóns tekur sennilega á taugarnar.

DV er líka á bandi ESB Samfylkingar. Það er þó bara hreint og ómengað hatur sem ræður því. Þar eru á ferð vinstrimenn sem eru í sjálfu sér ekkert að sækjast eftir auði sjálfum sér til handa, heldur að draga alla niður á sameiginlegt lægsta plan, þar sem þeir halda til sjálfir.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 18:49

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Athguasemd Hilmars hittir alveg í mark.

ESB fjölmiðlar styrkja sig því miður í sessi og eru þeir því nú nánast alveg alveg einráðir í fréttaflutningi og skoðanamyndun fólks með RÚV í broddi fylkingar, þessa ESB rétttrúnaðarliðs.

Samfylkingar- Kjarninn er enn eitt sorglegt dæmið um það að þessi ESB rétttrúnaður tröllríður samfélaginu !

Hvað ætli Heimssýn, baráttusamtök ESB andstæðinga geri í því ?

Fólk eins og ég sem hef lengi verið einarður andstæðingar ESB aðildar búumst svo sem ekki við neinum vörnum af Heimssýn með þá aumu og vesælu forystu sem samtökin hafa nú Jón Bjarnason sem nýkjörinn formann samtakanna !

Gunnlaugur I., 3.11.2014 kl. 00:08

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek það mjög skýrt fram að þesssi bloggsíða hefur staðið vaktina mjög vel gegn ESB aðild !

Gunnlaugur I., 3.11.2014 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 2376
  • Frá upphafi: 1165004

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband