Leita í fréttum mbl.is

Hollendingur með fjórðung fiskveiðikvóta Breta

RisaHollendingurMail Online heldur því fram að eitt hollenskt risaskip geti nýtt 23% af þeim fiskveiðikvóta sem Evrópusambandið úthlutar Bretum í eigin landhelgi. Nær helmingur, eða 43%, kvótans eru í höndum erlendra aðila.

Hollendingurinn nær í fiskinn við Bretlandsstrendur og landar honum að mestu í Hollandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum í Bretlandi eru 23% af kvótanum bundinn við eitt sex þúsund tonna fiskveiðiskip frá Hollandi, Cornelis Vrolijk.

Breskir sjómenn eru skiljanlega óhressir með þetta og kalla eftir breytingum á reglum og lögum svo kvótinn fari ekki allur úr landi. Erlendir aðilar eiga 43% kvótans við Bretlandsstrendur. Það vekur einnig furðu að 32% kvótans eru bundin við fimm stór veiðiskip. 

Reglur frá 1999 gera ráð fyrir að skip í eigu útlendinga geti eignast kvóta við Bretlandsstrendur svo lengi sem helmingur áhafnar er búsettur í Bretlandi eða helmingi aflans er landað í breskum höfnum. Breskir andófsmenn gegn kerfinu segja að allur makrílafli Hollendingsins stóra, Cornelis Vrolijk, allur síldarafli og allur kolmunni fari í land í Hollandi. 

Þá kemur fram í fréttinni í Mail Online að smábátar í Bretlandi séu um 80% flotans en þeir megi aðeins veiða 4% kvótans. Þar er einnig haft eftir Kirk Stribling, sjómanni frá Aldeburgh að breska ríkisstjórnin veiti ónógum kvóta til sjómanna í Bretlandi svo stuðla megi að sjálfbærri nýtingu sjávarfangs auk uppbyggingar sjávarbyggða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þetta er ekki rétt: "Reglur frá 1999 gera ráð fyrir að skip í eigu útlendinga geti eignast kvóta við Bretlandsstrendur svo lengi sem helmingur áhafnar er búsettur í Bretlandi og helmingi aflans er landað í breskum höfnum."Hið rétta er að aðeins þarf að uppfylla annað atriðið þ.e. nóg er að helmingur áhafnar sé búsettur á Bretlandi en þarf ekki að hafa þar lögheimili.

Hér er niðurstaða Breta eftir áratuga málaferli við ESB um fiskveiðiauðlindina. Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna atriða til að geta fengið úthlutað kvóta í Bretlandi:

a)  50% af afla skipsins sé landað í breskri höfn, eða
b)  50% áhafnar sé búsettur í Bretlandi (ekki nauðsynlega breskir ríkisborgarar),
eða 
c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn í Bretlandi
(lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða
50% af launagreiðslum útgerðarinnar), eða
d)  önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með blöndu ofangreindra skilyrða.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/kvotahopp_ESB_agust_2008.PDF

Eggert Sigurbergsson, 5.11.2014 kl. 14:30

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þetta skip (Cornelis Vrolijk) fékk tæpar 800 milljónir greiddar úr niðurgreiðslusjóði Evrópusambandsins 2011. http://fishsubsidy.org/eff/?query=%221976DK%20IJMUIDEN%22

Eggert Sigurbergsson, 5.11.2014 kl. 15:07

3 Smámynd:   Heimssýn

Takk fyrir ábendinguna, Eggert. Þetta hefur verið lagfært.

Heimssýn, 5.11.2014 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 245
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2159
  • Frá upphafi: 1187015

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 1912
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband