Leita í fréttum mbl.is

Hótađi ađ skerđa lánalínur til Írlands í neyđ

jean claude trichetEvrópski Seđlabankinn, ţ.e. Trichet seđlabankastjóri, hótađi ađ skerđa lán til Íra nema ţeir féllust á ađ grípa til harđra sprnađarađgerđa. Sams konar hótanir voru sendar Ítölum og Spánverjum. Írar sögđu: „OK, sir.“ Ítalir sögđu: „Fatti gli affari tuoi“ og Spánverjar eitthvađ svipađ. Spánverjar og Ítalir voru nú aldeilis ekki á ţví ađ láta einhverja lattelepjandi Brusselbjúrókrata segja sér fyrir verkum.

Morgunblađiđ fjallar um ađförina ađ Írum á blađsíu 11 í viđskiptakálfi blađsins í dag. Textinn fylgir hér međ.

 

Í bréfum Jean-Claudes Trichets frá 2010 segir hann ađ Evrópski seđlabankinn hyggist stöđva fjármögnun til írskra banka, nema Írland óski fjárhagsađstođar og gangist undir ţau ströngu efnahagslegu skilyrđi sem henni fylgja.
Írska bankakreppan er aftur komin í sviđsljósiđ eftir ađ Evrópski seđlabankinn (ECB) birti bréf sem sýna ađ seđlabankastjórinn hótađi ađ skera á neyđarlínur til írskra banka ef stjórnvöld í Dublin féllust ekki á ađ sćkja um fjárhagsađstođ.

 

Ţađ hefur veriđ viđtekin skođun á Írlandi ađ Jean-Claude Trichet hafi, ţegar hann var seđlabankastjóri Evrópu, í raun og veru neytt írsk stjórnvöld til ađ leita eftir neyđarađstođ seint á árinu 2010. Í lok síđustu viku opinberađi ECB bréfaskipti á milli Brians Lenihans, ţáverandi fjármálaráđherra Írlands, og Trichets.

 

Í örlagaríku bréfi frá 19. nóvember 2010 segir Trichet ađ áframhaldandi neyđarlánveitingum ECB til írskra banka verđi einungis haldiđ áfram ef »írsk stjórnvöld sendi ósk um fjárhagslegan stuđning til evruhópsins [starfshópur fjármálaráđherra evrusvćđisins]«.

 

Tveim dögum síđar óskuđu írsk stjórnvöld formlega eftir ađstođ, sem veitt var í 67 milljarđa evra pakka af lánum frá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum, framkvćmdastjórn Evrópusambandsins og ECB.

 

Í bréfinu stendur: »Afstađa bankaráđsins [ECB] er sú ađ einungis ef skrifleg skuldbinding berst okkur frá írsku ríkisstjórninni... um eftirfarandi fjóra liđi verđi hćgt ađ heimila frekari ádrátt írskra fjármálafyrirtćkja á ELA [lausafjárstuđningur í neyđ].«

 

Ásamt kröfunni um ađ írsk stjórnvöld sćktu um neyđarađstođ vildi ECB ađ ţau hćfust strax handa viđ niđurskurđ á ríkisfjármálum og ađrar umbćtur, ásamt ţví ađ endurfjármagna og endurskipuleggja bankakerfiđ og ábyrgjast endurgreiđslur á ELA-lánveitingunum.

 

Lenihan, sem lést áriđ 2011, sagđi í svarbréfi sínu tveimur dögum síđar ađ írsk stjórnvöld hefđu ákveđiđ »ađ sćkjast eftir utanađkomandi ađstođ frá evrópskum og alţjóđlegum stofnunum«. Međ öđrum orđum lýstu stjórnvöld ţví yfir ađ ţau hefđu fallist á ađ sćkja um neyđarađstođina. Ákvörđunin leiddi til nokkurra ára tímabils efnahagslegs ađhalds, skattahćkkana, launalćkkana og niđurskurđar í opinberum útgjöldum.

 

Búist er viđ ţví ađ bréfaskriftirnar verđi mikilvćgt málsgagn í rannsókn írska ţingsins á hinu stórbrotna hruni írska banka- og fasteignamarkađarins á árunum 2008 til 2010, sem kostađi skattgreiđendur 64 milljarđa evra.

 

Mario Draghi, seđlabankastjóri Evrópu, var spurđur út í bréfaskriftirnar á blađamannafundi í kjölfar ákvörđunar um ađ halda stýrivöxtum óbreyttum í síđustu viku. Hann svarađi: »Ţađ vćru mikil mistök ađ greina liđna atburđi út frá sjónarhorni dagsins í dag. Ţiđ ćttuđ ađ líta til baka og taka tillit til ţeirra ađstćđna sem voru uppi á ţeim tíma.«

 

Enda Kenny, forsćtisráđherra Írlands, segir ađ bréfin ćttu ađ minna fólk á »ţann kalda og dimma stađ sem Írland var á« á ţessum tíma.

 

Öđrum ríkjum hótađ í framhaldinu

 

Ţrátt fyrir ađ bréfiđ hafi veriđ án fordćma á sínum tíma urđu sambćrilegar kröfur frá Evrópska seđlabankanum nánast hversdagslegar eftir ţví sem kreppan á evrusvćđinu dýpkađi á nćstu mánuđum.

 

Trichet sendi sambćrileg bréf til Silvios Berlusconis, forsćtisráđherra Ítalíu, og Josés Luis Rodríguez Zapateros, forsćtisráđherra Spánar, í ágúst 2011 og setti fram svipađar kröfur um efnahagsumbćtur sem skilyrđi fyrir björgunarađgerđum af hálfu seđlabankans međ kaupum á ríkisskuldabréfum ríkjanna tveggja á markađi.

 

Í mars 20013 fór Jörg Assmussen, sem sá um evrópsk og alţjóđleg málefni í bankastjórn ECB undir Mario Draghi, fram á hiđ sama af Nicos Anastasaiades, forseta Kýpur, í eigin persónu á mikilvćgum fundi í Brussel. Asmussen varađi forsetann viđ ţví ađ seđlabankinn myndi loka á ELA-lánveitingar til kýpverskra banka ef hann samţykkti ekki harđa skilmála fyrir björgunarađgerđum.

 

Ţessar starfsađferđir voru ekki eingöngu umdeildar í höfuđborgum ţeirra landa sem fengu slík bréf. Nokkrir stjórnarmenn í bankaráđi ECB mótmćltu ţessu framferđi harđlega og bentu á ađ ţađ vćri ekki viđ hćfi ađ seđlabankamenn fyrirskipuđu hvernig fullvalda ríki höguđu efnahagsstefnu sinni og ríkisfjármálum. Eftir ađ bréfin voru send til Rómar og Madrídar í ágúst 2011 greindi Jürgen Stark, sem ţá var stjórnarmađur í bankanum, Trichet frá ţví ađ hann hygđist segja af sér úr bankaráđinu vegna ţessara starfshátta.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2492
  • Frá upphafi: 1181597

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2193
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband