Leita í fréttum mbl.is

Grikkir eru hættir að drekka!

tappinnihjagrikkjumÞetta er kannski ein af fáum jákvæðum afleiðingum evrukreppunnar. Margir Grikkir virðast vera hættir að drekka, eða að minnsta kosti dregið verulega úr drykkjunni. Frá 2008 hefur sala á áfengi minnkað um helming.

Margir Grikkir virðast hafa sett tappann í flöskuna. Salan hefur minnkað ár frá ári að undanförnu. Mest hefur hún minnkað á börum og veitingahúsum. Heildarneyslan virðist hafa minnkað um 45% frá árinu 2008. Neyslan hefur minnkað mest á skoska þjóðardrykknum, vískíi, en vinsæli gríski drykkurinn, ouzo, hefur einnig fengið að kenna á afleiðingum kreppunnar.

Ástæðan fyrir minnkandi drykkju í Grikklandi er tiltölulega einföld. Þeir hafa ekki lengur efni á að fá sér í glas. Launatekjur hafa dregist saman og atvinnuleysi aukist. Skattur á áfengi hefur einnig aukist um 125% frá árinu 2009 og er 25,5 evra á hvern lítra innflutts áfengis, sem myndi vera nálægt fjögur þúsund krónum. Skattur á áfengi sem framleitt er í Grikklandi er helmingi minni eða 12,75 evrur á lítra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og við getum bætt síðasta naglanum í líkkistuna: Grikkir geta ekki tekið við öllum þeim ferðamannafjölda sem sækjast eftir að komast til landsins. Það er einfaldlega ekki til nægileg fæða fyrir þessa túrista. Þetta sagði mér reyndur aðili í ferðabransanum.

En kannski erum við Íslendingar öðruvísi en Grikkir: við kaupum áfengi en látum annað sitja á hakanum, á meðan Grikkir láta matarkaup og annað vera í forgangi, og sleppa áfengiskaupum ólíkt okkur Íslendingum.

Nú er bara spurningin: hafa Íslendingar nægilega fæðu, og áfengi, til að taka á móti enn fleiri ferðamönnum á næstunni?

Já, ég held það; enda þekki ég til og veit að mikið gengur af og er hent og er útrunnið í matvælageiranum!!!

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 22:14

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Fáum við næsta að frétta, að Grikkir séu hættir að skemmta sér ? Mikil eru áhrifin af ESB-vistinni.

Bjarni Jónsson, 15.11.2014 kl. 12:20

3 identicon

Slyngir heimavíngerðarmenn......

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 12:44

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ef Grikkir hætta að drekka, þá er stutt í, að frjósi í Helvíti.

Ljóst er, að eitthvað verður undan að láta, þegar Miðjarðarhafsþjóðir eru spenntar fyrir evru-vagninn, sem sniðinn er við hina iðnu og iðnvæddu Germani norðan Alpafjallanna.

Bjarni Jónsson, 15.11.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1180778

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2346
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband