Laugardagur, 15. nóvember 2014
Bretar rugga ESB-skútunni
Bretar eru í sviðsljósinu. Þeir sætta sig ekki við reglur um frjálsa för fólks innan Evrópusambandsins og fyrir vikið segir Merkel Þýskalandskanslari að þeir geti þá bara hypjað sig. Gjörðir bresku stjórnarinnar endurspegla hugarástandið innanlands í þessum málum.
Mbl. segir svo frá (sjá einnig á Eyjunni.is):
Verður ekki aftur snúið
Stjórnvöld í Bretlandi eru tilbúin til að ganga frá samningaborði Evrópusambandsins, ef óskir þeirra eftir nýjum reglum um fólksflutninga milli landa verða hunsaðar. Það myndi aftur auka líkurnar á því að Bretar gengju úr bandalaginu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Phillip Hammond, í samtali við Daily Telegraph í gær.
Hammond sagði að breska þjóðin gæti kosið að yfirgefa Evrópusambandið ef ekki kæmi til umtalsverðra þýðingarmikilla endurbóta í Brussel.
David Cameron forsætisráðherra hefur heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild 2017, ef Íhaldsflokkurinn heldur völdum eftir þingkosningar á næsta ári, en illa gengur að fá aðra Evrópuleiðtoga til stuðnings við hugmyndir breskra stjórnvalda um endurskoðun reglna um fólksinnflutning.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varaði Cameron við því í síðustu viku að hann nálgaðist óðum þann stað þar sem ekki yrði hægt að snúa við hvað varðaði tillögurnar.
Hammond segir hins vegar að það verði alls ekki aftur snúið; Bretland sé tilbúið til þess að standa upp frá borðinu og ganga burt ef tillögur þess verða ekki teknar til skoðunar.
Við verðum að vera tilbúin til þess. Í þessu tilfelli er það ekki einu sinni okkar ákvörðun af því að við endann á þessari vegferð bíður þjóðaratkvæðagreiðsla, var haft eftir honum á vefsíðu Telegraph.
Hammond, sem er langt í frá harðasti stuðningsmaður Evrópusambandsins, hét því að vera opinskár gagnvart öðrum aðildarríkjum sambandsins og vara þau við að breskur almenningur vænti niðurstöðu.
Ég myndi vilja segja við þýska kollega minn í fullri hreinskilni: ef þú dregur línuna þarna, þá held ég að við komum þessu ekki í gegn hjá breskum almenningi í þjóðaratkvæði, en ef þú gætir fært línuna þangað, þá held ég að það gæti tekist.
Hann sagði ekki um að ræða að settur yrði kvóti á fjölda innflytjenda sem kæmu til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum en gaf til kynna að hann myndi varpa fram hugmyndum sem skiluðu áþekkri niðurstöðu.
Verður ekki aftur snúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
- Ekki af baki dottnir
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 34
- Sl. sólarhring: 279
- Sl. viku: 2497
- Frá upphafi: 1179409
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 2229
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvisvar á 20. öldinni hindruðu Bretar sameiningu Evrópu, sem síðan skyldi lúta vilja valdsmanna í Berlín undir byssukjöftum Reichswehr og Wehrmacht. Nú ætla þeir enn að koma í veg fyrir sameiningu Evrópu undir forystu Þýzkalands, og þeim mun örugglega takast það, eins og í hin tvö fyrri skiptin. Evrópa mun skiptast í fylkingar. Hvar viljum við Íslendingar skipa okkur ?
Bjarni Jónsson, 15.11.2014 kl. 21:42
Kannski segir það meiri sögu en flest annað þegar utanríkisráðherra Bretlands segir að þau mörk sem kollegi hans í Þýskalandi setur, ráði. Þar er hann í raun að segja að ESB sé ekki stjórnað frá Brussel, heldur Berlín. Hann er líka að segja að lýðræði sé óþekkt fyrirbæi innan ESB.
Ef þjóðir innan sambandsins velji lýðræði, þá sé það undir ráðherrum Þýskalands komið hvort sú ákvörðun sem þjóð innan ESB tekur, samrýmist áframhaldandi veru í sambandinu.
Nokkuð afdráttarlaus viðurkenning.
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2014 kl. 08:30
Nýlega fékk Þýzkaland enn meira atkvæðavægi innan Evrópusambandsins, þ.e. meira í átt að hlutfallslegri íbúatölu sinni. Þjóðverjar hafa nú töglin og hagldirnar, þegar ráðum er ráðið innan framkvæmdastjórnar og leiðtogaráðs. Orð Hammonds, sem GH vitnar til hér að ofan, undirstrika þetta. Með þessu er engan veginn sagt, að yfirburðastaða Þýzkalands í Evrópu sé slæm fyrir Ísland. Þvert á móti hafa Þjóðverjar oftast verið Íslendingum hliðhollir á marga lund.
Bjarni Jónsson, 16.11.2014 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.