Leita í fréttum mbl.is

Hátt í helmingur íbúa ESB neikvæður gagnvart sambandinu

Skammt er þangað til Evrópusambandið fagnar hálfrar aldar afmæli sínu og hefur viðskiptablaðið Financial Times gert könnun sem leitt hefur í ljós að 44% Evrópumanna telja að lífið hafi versnað frá því landið þeirra gekk í sambandið. Aðeins 22% þeirra Evrópumanna sem tóku þátt í könnuninni sögðu hinsvegar að landið þeirra ætti að draga sig út úr sambandinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Breskir svarendur voru neikvæðastir gagnvart uppkasti að stjórnarskrá ESB.

Þegar fólk var spurt hvað það væri sem það tengdi helst við ESB var einn markaður svar hjá 31% aðspurðra, 20% svöruðu skriffinnska, 9% sögðu lýðræði og 26% töldu upp aðra þætti. Í Bretlandi sögðust 52% aðspurðra að ástandið hafi versnað frá því landið gekk í sambandið. Meirihluti Spánverja, eða 53%, sögðu hinsvegar, að lífið hefði batnað.

Alls tóku 6.772 fullorðnir einstaklingar þátt í könnuninni, sem var gerð á netinu, frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Þá voru bandarískir ríkisborgarar einnig spurðir spurninga er vörðuðu ESB.


mbl.is 44% Evrópumanna neikvæðir gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er fífl. Þetta er sama syndrome og sumt fólk fyrrverandi Sovétríkjanna stríðir við. Það hefur öðlast mál- og tjáningarfrelsi ásamt öllum öðrum hugsanlegu mannréttindum (ekki samt í Rússlandi) en heldur samt að það hafi verið betra að búa við kúgun og fá þá alla vega eina hafragrautsskál á dag í staðinn.

Hvaða forsendur hefur fólk fyrir því að hinn ímyndaði versnandi hagur sé vegna ESB en ekki vegna annara hluta? 

Þar að auki ætti fyrirsögnin að vera: MEIRIHLUTI ÍBÚA ESB JÁKVÆÐIR GAGNVART SAMBANDINU

Ísland í ESB!

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú ættir vel heima í Evrópusambandinu, þetta er einmitt afstaðan sem ráðamenn í Brussel hafa augljóslega gagnvart almenningi ;)

Að öðru leyti er titillinn alveg eðlilegur á fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun FT voru ekki nema 25% aðspurðra sem töldu að hagur þeirra hefði batnað eftir aðild landa þeirra að Evrópusambandinu. 44% voru á öndverðri skoðun en afgangurinn taldi að hagur hans hefði hvorki orðið betri né verri.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.3.2007 kl. 11:00

3 identicon

Ekki vissi ég að fólk hafi búið við kúgun og fengið eina hafragrautsskál á dag áður en það gekk í ESB.

En annars hlýtur það að vera ljóst þegar ríkjum utan ESB gengur betur en ríkjum innan þess að skrifræði bandalagsins geti verið hælbíturinn. Opið og tollfrjálst verslunarsamfélag er vissulega varla slæmt, en skrifræði og valdstjórn flokksgæðinga er ekki endilega jafngott og einfalt og gagnsætt lýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag þar sem stjórvöld hafa sitt skýra og afmarkaða svið.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1417
  • Frá upphafi: 1208234

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1325
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband