Leita í fréttum mbl.is

Verdens Gang: Allir í Noregi eru á móti aðild að ESB

neieuNorska stórblaðið Verdens gang birti nýlega niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Norðmanna til aðildar að ESB. Niðurstaða blaðsins er sú að allir í Noregi séu á móti aðild að ESB.

Blaðið segir að konur og karlar á öllum aldri, í öllum landshlutum og úr öllum stjórnmálaflokkum séu sammála um að Noregur eigi ekki að sækja um aðild að ESB. 

Blaðið virðist þarna vera að skoða meirihlutaafstöðu í hinum ýmsu hópum. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru þær þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu að 72% Norðmanna myndu hafna aðild að ESB væri kosið um það núna. Aðeins 28% myndu kjósa aðild. Fólk undir þrítugu er mest á móti aðild. Þar myndu 78% kjósa gegn aðild.

Niðurstaða blaðsins er sú að norska þjóðin sé almennt á móti aðild að ESB. En það er gjá á milli þjóðarinnar annars vegar og þingsins, embættismannakerfisins og fjölmiðlanna hins vegar. Meirihluti Stórþingsins er fylgjandi aðild en hefur ekki þorað að taka málið upp þar sem góður og stöðugur meirihluti hefur verið meðal þjóðarinnar gegn aðild. Aðeins 27% af kjósendum Verkamannaflokks Jonas Gahr Störe er fylgjandi aðild og 64% eru á móti. Meðal kjósenda annars af stærri flokkunum, Íhaldsflokknum, flokki Ernu Solberg forsætisrráðherra, eru einnig fleiri kjósendur á móti aðild að ESB en með.

Í annarri könnun sem birt var nýlega kemur einnig fram að stór meirihluti norsku þjóðarinnar er á móti ESB-aðild. Nationen birtir niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 74 prósent þjóðarinnar eru á móti aðild og aðeins 16,8 prósent eru hlynnt aðild. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta voru síður en svo góðar fréttir fyrir INNLIMUNARSINNANA á Íslandi en þeir munu örugglega finna einhver ráð til að snúa könnuninni sér í hag................... cool

Jóhann Elíasson, 30.11.2014 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 308
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1188525

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 2166
  • Gestir í dag: 256
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband