Leita í fréttum mbl.is

Peningavandamál á evrumarkaði

eurobrokenSameiginlegur markaður fyrir peninga er ekki til á evrusvæðinu jafnvel þótt löndin hafi sameiginlegan gjaldmiðil. Afleiðingin er sú að skortur er á fé í sumum hlutum myntbandalagsins en ofgnótt annars staðar. Jafnvel þótt vextir banka séu mjög breytilegir eftir evrulöndum geta sparendur ekki fært sér það í nyt.

Skýrsla frá Seðlabanka Evrópu sýnir að innlánsvextir á stuttum innlánum séu frá 0,3% í Lúxemborg og Lettlandi og upp í 2,6% á Kýpur. Ólíkar reglur fyrir starfsemi banka og tungumálaerfiðleikar gera fólki það erfitt fyrir að flytja sparnað sinn á milli landa. Afleiðingin er meðal annars sú að skortur er á fjármagni í ákveðnum löndum og fyrir vikið geta bankar þar lánað minna en ella til framkvæmda og atvinna verður minni.

Það eru því miklar viðskiptahindranir á peningamarkaði evrusvæðisins sem hafa alvarlegar afleiðingar, svo sem allt of lítinn sparnað í sumum löndum, of lítið fé til fjárfestinga og þar af leiðandi meira atvinnuleysi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 205
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 1177117

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 1764
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband