Leita í fréttum mbl.is

Hver er Rauðsmýrarmaddaman í dag?

euromonsterGuðbjartur Jónsson, Bjartur í Sumarhúsum, var illa leikinn af Rauðsmýrarmaddömunni og hennar slekti. Bankarnir kreistu svo úr honum það sem eftir var þegar maddaman hafði fengið sitt. Ýmsir vilja finna í þessum mikla sagnabálki Halldórs Laxness tilvísun til íslensks samfélags í dag, meðal annarra aðstandendur þeirrar leikgerðar sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Þegar grannt er skoðað gæti Rauðsmýrarmaddaman verið fulltrúi ESB hér á landi.

Reyndar hafa ýmsir sagt að peninga- og valdaöflin í sögunni eigi sér hliðstæðu í bönkum og atvinnurekendum í dag - og jafnvel ríkisstjórninni. Þeir ESB-aðildarsinnar sem lengst hafa gengið hafa viljað meina að Bjartur í Sumarhúsum sé fulltrúi fyrir afturhalds- og einangrunarsinna sem ekki vilja vera í ESB (þessir ESB-sinnar átta sig ekki á því að andstæðingar ESB-aðildar vilja ekki loka sig af innan ESB heldur opna sig til alls heimsins - sbr. nafnið Heimssýn).

Sagan lýsir áhættu í lífi einyrkjans

Sagan er þó flóknari og á sjálfstæðari grunni en svo að hægt sé að nota hana sem mælistiku fyrir stöðu mála í dag. Hún á rætur í því samfélagi sem höfundurinn bjó í þegar skáldsagan er skrifuð. Almennt lýsir hún þó þeirri áhættu sem hver einstaklingur tekur með því að vilja standa algjörlega á eigin fótum, hvort sem það er sjálfstæður bóndi, atvinnurekandi eða bara einstaklingur sem vill koma undir sig fótunum. 

Leikgerð Símons Birgissonar, Ólafs Egils Egilssonar og Atla Rafns Sigurðarsonar á Sjálfstæðu fólki sem frumsýnd var í gær er um margt áhugaverð og í heild skilar verkið vel þeim aðstæðum, söguþræði og persónusköpun sem lesa má úr bókum skáldsins. Og frammistaða leikara virtist almennt góð. Útúrdúrar í leikgerðinni með efni úr Íslandi samtímans kitluðu hláturtaugar margra í salnum.

Hvað ef ....?

Þar sem sú list er gjarnan iðkuð að staðsetja löngu gengna rithöfunda og verk þeirra í samtímanum skulum við hér ekki liggja á liði okkar í þeim efnum - þótt það sé meira í gamni gert en alvöru: Þegar íslensk þjóð vildi tryggja frelsi sitt og sjálfstæði og neitaði að taka á sig skuldir óreiðubanka, þ.e. ábyrgjast höfuðstól, vexti og kostnað af Icesave-innlánunum í gegnum ríkissjóð og þar með skattgreiðslur höfðu rauðsmýringar og túliníusar í Brussel, Lundúnum, Hag og fleiri aðsetrum ríkisstjórna í ESB-löndunum reynt að knýja íslenska stjórnmálamenn til að velta ábyrgðinni af innlánunum yfir á íslenska skattgreiðendur. Rauðsmýringar í Evrópu og aftaníossar þeirra hér á landi beittu lygum og drottnunaraðferðum líkum þeim sem Rauðsmýrarmaddaman iðkaði. Þeir sem ekki vildu samþykkja Icesave-samningana voru sagðir efnahagslegir hryðjuverkamenn, Ísland yrði einangrað efnahagslega og hér yrði kúbverskt eða norður-kórekst ástand. Íslensk aðlýða braut það rauðsmýrarlið á bak aftur, ólíkt því sem gerðist í sögu Laxness.

ESB-maddaman ....

Annars er ansi góð lýsing á Rauðsmýrarmaddömunni eftir Kristinn Andrésson sem birt var í Verkalýðsblaðinu 13. mars 1936. Hún er látin fljóta hér með og svipar þar margt til ýmissa sem haldið hafa  eða hafa viljað halda í ESB-taumana:

Ein af skoplegustu persónunum í „Sjálfstæðu fólki" er Rauðsmýrarmaddaman. Hún er hræsnin og fagurgalinn uppmálað. Eigingjörnustu svikráð sín klæðir hún í búning kærleika og umbyggjusemi. Henni er aldrei meiri fláttskapur í brjósti en þegar hún mælir fegurst, þegar hún lyftir sér hæst á vængjum ylríkra orða og breiðir mest út faðminn til að umvefja allt og alla, eins og í drukkinni ást á tilverunni. Þá getur hún haldið langar ræður um fegurð lífsins og kólfinn í mýrinni. Henni lætur ekkert eins vel og tala þvert um huga sér. Það er hennar list og íþrótt. Þegar fólkið hungrar í kring um hana, þá heldur hún hugnæmastar ræður um sælu fátæktarinnar.

Síðasta setninginn gæti vísað í sælu þeirra sem eru atvinnulausir í Evrópu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni...

Einungis almættis-kærleiksorkan hefur leyfi og vald til að stjórna framvindu og endi mála.

Öllum er gefinn frjáls sálarvilji hér á jörðu.

Þann vilja fæðast nefnilega allir með, og allir taka þann sálarvilja með sálinni yfir móðuna miklu.

Viljastyrkinn og meðfæddan sjálfstæðan vilja einstaklinga, hafa skólayfirvöld og önnur yfirvöld ekki leyfi til að ræna opinberlega skólaskyldaða nemendur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2014 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 179
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2548
  • Frá upphafi: 1165176

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband