Leita í fréttum mbl.is

Hver segir að Evrópusamruninn sé óumflýjanlegur?

Sumir trúðu því að óumflýjanlegt væri að kapítalískt þjóðskipulag myndi framkalla byltingu öreiganna og á endanum sósíalískt samfélag. Aðrir trúðu á þúsund ára ríki nasismans. Stjórnmálahreyfingar hafa þannig sumar hverjar haft snert af örlagatrú; trú á að tiltekin stjórnmálaþróun væri óhjákvæmileg. Það á við um suma áhangendur ESB-aðildar og Evrópusamruna. En þróun í þá átt alls ekki óumflýjanleg. Hreyfingar, stofnanir og skipulög koma og fara.

Sumir vilja meina að það sem er að gerast í Evrópu í dag byggist jafn mikið á þýsk-rússneskum hagsmunum og hagsmunum ESB-ríkjanna. 

 

Mbl.is segir hér fréttir frá Evrópu: 

 

Ísland sýni að samruni sé ekki óumflýj­an­leg­ur

Nig­el Fara­ge, formaður Breska sjálf­stæðis­flokks­ins UKIP. AFP

Áform rík­is­stjórn­ar Íslands um að draga aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu til baka sýna fram á að áfram­hald­andi Evr­ópu­samruni er ekki óumflýj­an­leg­ur, að mati Nig­els Fara­ge, for­manns Breska sjálf­stæðis­flokks­ins UKIP. Hann seg­ir að önn­ur ríki ættu að taka for­dæmi Íslands sem hvatn­ingu.

Í frétt á vefsíðu tíma­rits­ins The Parlia­ment er sagt frá þeirri yf­ir­lýs­ingu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, um að lögð verði framþings­álykt­un­ar­til­laga um að draga aðild­ar­um­sókn­ina að ESB til baka von bráðar.

„Þessi aðgerð ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar og auk­in andstaða Miðjarðar­hafsþjóða við ESB sýn­ir að hug­mynd­inni um að áfram­hald­andi Evr­ópu­samruni sé óumflýj­an­leg­ur hef­ur verið splundrað. Sí­fellt fleira fólk í Evr­ópu hef­ur annað hvort ekki áhuga á að ganga í ESB eða, eins og í Grikklandi, vilja yf­ir­gefa evru­sam­starfið al­veg,“ sagði Fara­ge um þessi áform ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þá notaði Fara­ge tæki­færið til að hnýta í evru­sam­starfið enn frek­ar og sagði efna­hags­bata á Íslandi til­kom­inn vegna þess að landið hefði sinn eig­in gjald­miðil. Önnur ríki ættu að líta á Ísland sér til hvatn­ing­ar.

„Grikk­land og aðrar Miðjarðar­hafsþjóðir eru fast­ar í spennitreyju óhent­ugr­ar evru og óvin­sam­legs stjórn­mála­sam­bands þar sem Þýska­land ræður ríkj­um. Grikk­ir ættu að segja sig frá evr­unni, fella gengi gjaldsmiðils síns og vaxa aft­ur til hag­sæld­ar með út­flutn­ingi og ferðamennsku,“ sagði Fara­ge.

Frétt á vef The Parlia­ment Magaz­ine


mbl.is Ísland sýni að samruni sé ekki óumflýjanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumir trúðu því líka að með inngöngu Íslands í Evrópusambandið myndu áhrif íslenskra sjónarmiða á evrópska þróun aukast svo mikið að nánast yrði um yfirtöku að ræða. Yfirtöku Íslands á evrópsku þjóðskipulagi. Sá síðasti sem reyndi þetta frá bæjardyrum þýzkalands tapaði seinni heimsstyrjöldinni. Reyndar eru ekki allir sammála því að hann hafi tapað en það er að minnsta kosti opinbera söguskýringin á þeim atburðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2015 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1779
  • Frá upphafi: 1186386

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1558
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband