Leita í fréttum mbl.is

Er fréttastofa RUV að flytja áróður ESB?

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá „Evrópuþingi“. Þar er væntanlega um að ræða ESB-þingið,þ.e. það þing sem kosið er til í aðildarríkjum ESB.

Er fréttastofa Ríkisútvarpsins með þessu að láta nota sig í áróðri fyrir ESB? Það er um 15 ríki í Evrópu sem eru ekki í ESB. Hvers vegna er þá verið að kalla þetta Evrópuþing?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held reyndar að RUV verði að teljast saklaust í þessum efnum.  Þýðingin er rétt.

Hins vegar er rétt að vekja athygli á því hvernig "Sambandið" reynir á frekar ómerkilegan hátt að taka yfir og eigna sér hugtakið og skilgreininguna, Evrópa eða Europe.

Þingið heitir á Enskri tungu, European Parliament.  Seðlabanki Eurosvæðisins er nefndur European Central Bank, ECB.

Svo þykir það voða fínt að tala um "meiri Evrópu", s.s. eins og "We need more Europe".  Hvað þýðir það?

Yfirleitt er meiningin sú að þörf sé á meiri "samruna", eða öllu heldur meiri miðstýringu, en það hljórmar auðvitað ekki eins vel og "meiri Evrópa".

En í þessu tilfelli er alls ekki rétt að ásaka RUV.

Hitt er svo að oft er talað um að í Evrópu séu 50 ríki, ekki öll stór og ekki öll alfarið í Evrópu, en 50 ríki í Evrópu samt sem áður.

Sambandið er með 28 aðildarríki ef ég man rétt.

Sjálfur hef ég tamið mér að tala yfirleitt um Evrópusambandsþingi og Seðlabanka Eurosvæðisins. 

Einfaldlega vegna þess að mér þykir það rökréttara og gegnsærra.

En gegnsæi í málinu er ekki það sem öllum þykir best henta.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 17:17

2 Smámynd:   Heimssýn

Bestu þakkir fyrir góð og málefnaleg viðbrögð G. Tómas Gunnarsson. 

Heimssýn, 7.1.2015 kl. 18:23

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var líka sagt í fréttum ruv að Syriza á Grikklandi ætlaði að segja upp evrunni, komist þeir til valda.

Enginn fulltrúi þess flokks hefur haldið slíku fram, hins vegar hótaði Merkel að sparka Grikkjum út úr evryusamstarfi, komist Syriza til valda.

Gunnar Heiðarsson, 7.1.2015 kl. 18:24

4 Smámynd:   Heimssýn

Já, þetta vakti athygli í hádegisfréttunum, Gunnar Heiðarsson. Spurning hvort það hafi bara verið helst- og fyrirsagnameðferð vakthafandi fréttastjóra sem hafi valdið þessu því ef rétt er munað kom þetta ekki fram hjá fréttamanninum sjálfum þegar hann las pistil sinn.

Heimssýn, 7.1.2015 kl. 18:27

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað merkir það hjá kremlólógíufræðingum að RUV skuli hafa sagt að Syriza ætlaði að ,,kasta Evrunni"? 

Hvaða plott er í gangi ar hjá RUV samkv. hægri-öflunum?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2015 kl. 20:30

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. staðreyndin er auðvitað að Syriza, (sem er lýðskrumskenndur flokkur, bandalag ýmissa afla aðallega til vinstri.) hefur alltaf slegið í og úr með Evruna þó oftast nær hafi bandalagið viljað halda Evrunni en gera ákveðnar breitingar.

Að öðru leiti er eins og fáir fatti hvað er í gangi þarna með Grikkland.  

Grikkland er auðvitað fornt menningarriki og þeir telja sig talsvert mikilvæga og þá vegna sögunnar.

Inná þetta spila svo lýðskrumarar talsvert og mikið blómaskeið lýðskrums hefur verið á Grikklandi undanfarin misseri.

Minnir að vissu leiti á Ísland - en samt öðruvísi.  Það eru svona allt aðrar áherslur sem koma í meginatriðum frá Grikkjum en Íslandi.

Á Íslandi vill talsverður hluti innbyggja taka Sumarhúsin á þetta.  Flytja lengra inná heiðina og kurfast þar í fásinni.

Á Grikklandi er mikla meira áberandi sá tónn að Grikkland eigi að hafa afstöðu sem skiptir máli varðandi Evrópumál og þróun.

Á Grikklandi í kringum Syrsa hefur verið afgerandi tónn um að efla samfélagshjálp og stoðir innan ESB milli aðildarrikja.  Þeir vilja í raun að færa ESB aðeins til vinstri og jafnframt efla ESB samstarfið.

Málið er hinsvegar að framsetning þeirra og stundum efnisleg atriði þessu viðvíkjandi eru lýðskrumskennd og óraunsæ.

Hinsvegar er vel vitað a stjórnmál í lýðræðisríkjum ganga útá samninga um efnisleg atriði eða áhersluatriði þegar á reynir.

Syrsa hefur ennþá tekist að forðast það að taka ábyrgð.  Þeir hafa haft frítt spil á hliðarlínunni langa lengi stundum  með hrópum og köllum.

Hætt er við að fall þeirra yrði umtalsvert þegar færi að reyna á þá eða þegar þeir væru komnir í ábyrgðastöður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2015 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 229
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1183210

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 1759
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband