Fimmtudagur, 8. janúar 2015
Gunnar Bragi er ekki að kveðja Evrópu
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að Íslendingar væru ekkert að kveðja Evrópu þótt þeir gengju ekki í Evrópusambandið. Ríkisstjórnir ESB-ríkja væru sér vel meðvitaðar um afstöðu Ríkisstjórnar Íslands og Íslendingar væru í mjög góðu samstarfi við Evrópuþjóðir þar sem það ætti við.
Í viðtali Viðskiptablaðsins við Gunnar Braga segir:
Kveðjum ekki Evrópu með viðræðuslitum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina að gera mætti ráð fyrir að ný þingsályktunartillaga yrði lögð fram á þingi um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Gunnar Bragi segir nauðsynlegt að klára málið og ef vilji er fyrir því að fara með málið í gegnum þingið þá sé hann reiðubúinn til þess. Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um hvenær ég muni leggja slíkt til við ríkisstjórnina eða þá hvort ég geri það en það er alveg ljóst frá minni hálfu að málið fer ekkert aftur fram nema sem ríkisstjórnarmál og að báðir stjórnarflokkarnir komi saman að málinu, segir Gunnar. Ég held að það sé best fyrir okkur að hafa bara hreint borð í þessu. Ég hef leyft mér að tala um að þetta sé ákveðin núllstilling. Þjóðin var ekki spurð þegar við fórum í viðræðurnar og ég myndi leggja áherslu á að það væri ekki farið í slíkar viðræður án þess að slíkt yrði gert. Aðalmálið er að við höngum þarna inni sem eitthvert umsóknarríki þegar við erum í engum viðræðum og núverandi ríkisstjórn hefur engan áhuga á að sækja um. Árin líða, Evrópusambandið þróast og breytist og eins Ísland þannig að það er langbest að mínu viti að draga þessa umsókn til baka.
Hvers konar skilaboð heldur þú að það sendi til Evrópusambandsins að aðildin verði dregin til baka? Gæti verið að samband okkar við Evrópusambandið muni hljóta skaða af?
Nei, stjórnir Evrópusambandsins eru vel meðvitaðar um afstöðu ríkisstjórnarinnar og við eigum í mjög góðu sambandi og samstarfi þar sem það á við. Við erum ekkert að kveðja Evrópu þótt við göngum ekki í Evrópusambandið. Þvert á móti þá eru þetta okkar helstu samstarfsaðilar. Evrópusambandið er bara allt annað og meira en tvíhliða samstarf og það er ástæða til að rifja það upp að við værum ekki að gera fríverslunarsamning við Kína eða önnur ríki á okkar forsendum ef við værum Evrópusambandsríki, segir Gunnar.
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 1662
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1459
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann hótar samt hurðaskellum, - meðal annars á framtíð ungra Íslendinga.
Eiður Svanberg Guðnason, 8.1.2015 kl. 21:08
Það er ágætt að bera saman stöðu ungs fólks í hinum ýmsu Evrópuríkjum. Í nokkrum ríkjum og á ýmsum svæðum, ekki síst á jaðri Evrópu, er atvinnuleysi meðal ungs fólks nálægt 50%. Framtíðarhorfur eru þar ekki sérlega góðar. Ástandið er nú talsvert betra hér á Íslandi. Við erum ekkert að skella hurðum á Evrópu þótt við ákveðum að vera ekki í Evrópusambandinu. Þvert á móti. Við getum haldið öflugum og eðlilegum samskiptum við Evrópuþjóðir, bæði þær sem eru í ESB og hinar sem hafa ákveðið að vera utan ESB. Þegar allt er talið er ekki nema ríflega helmingur Evrópuþjóða sem í ESB. Við þurfum líka að horfa aðeins víðar en einvörðungu til Evrópu.
Heimssýn, 8.1.2015 kl. 22:45
ESB.forysta hefur sjálf látið hafa eftir sér að nauðsynlegra breytinga sé þörf,þegar kemur að umsókn í sambandið.Hún miðast við að meirihluti umsóknarríkis samþykki hana. "Umsókn" Íslands 2009 var það ekki,hvað þá að allir þingmenn sem greiddu henni atkvæði gerðu það af sannfæringu,síður en svo.Þetta er að mínu viti ein grófasta aðför að lýðræði Íslands.-
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2015 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.