Leita í fréttum mbl.is

Skiptir einhverju máli hvaða skoðun ESB hefur á þessu?

Eigum við að láta það okkur einhverju skipta hvaða skoðaun ESB hefur á því hvort við drögum umsókn um aðild að ESB til baka eða ekki? Er það ekki skoðun okkar sjálfra á aðild sem skiptir meginmáli?

Svo er sagt frá í mbl.is:

 

Fram­haldið al­farið í hönd­um Íslands

stækka

AFP

Evr­ópu­sam­bandið ger­ir enga at­huga­semd við það taki ís­lensk stjórn­völd ákvörðun um að draga form­lega til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Það sé al­farið ákvörðun Íslands. Landið verði eft­ir sem áður mik­il­væg­ur sam­starfsaðili Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið, Schengen-sam­starfið og í Norður­skauts­mál­um.

„Hvort sem Ísland ákveður að halda áfram aðild­ar­viðræðunum eða draga til baka aðild­ar­um­sókn­ina væri það ákvörðun sem er ein­göngu Íslands að taka. Hver sem niðurstaðan kann að verða verður Ísland áfram mik­il­væg­ur sam­starfsaðili Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um þátt­töku lands­ins í samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, apild þess að Schengen-svæðinu sem og í gegn­um sam­vinnu í mál­efn­um Norður­slóða,“ seg­ir í svari til mbl.is frá stækk­un­ar­deild fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra lýsti því yfir á sunnu­dag­inn að von væri á þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þess efn­is að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði dreg­in til baka. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ekki liggja ná­kvæm­lega fyr­ir hvenær til­lag­an komi fram en vilji hans í mál­inu sé skýr.


mbl.is Framhaldið í höndum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:   Heimssýn

Hér er kannski svarið: 

http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1574621/

Heimssýn, 9.1.2015 kl. 21:16

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hver eru "okkur" í þessum sambandi? er ekki "okkur" þjóðin sem vill kjósa um þetta?

Endilega matreiðið meira af viðbjóði frá ykkur.

Friðrik Friðriksson, 10.1.2015 kl. 02:51

3 identicon

Hingaðtil hafa ummæli ómerkilegustu möppudýra esb ríkja verið talin skipta höfuðmáli í málflutningi Heimssýnar. Og skúringakona í Hollensku túlípanaráðuneyti má varla hallmæla esb án þess að Heimssýn slái því upp í fyrirsögn.

Það ætti því að skipta ykkur máli, þó öðrum sé sama, og pirrar ykkur nægilega mikið til að þið geysist fram á ritvöllinn enn eina ferðina með ekkifrétt a la Heimssýn.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1693
  • Frá upphafi: 1183277

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1484
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband