Leita í fréttum mbl.is

Gefast upp á hræðsluáróðri ESB í Grikklandi

grikklandÚtlit er fyrir sigur bandalags vinstri manna og græningja í þingkosningunum í Grikklandi að hálfum mánuði liðnum. Grikkir eru orðnir þreyttir á því að margra ára aðhaldsaðgerðir að ósk ESB, AGS og Seðlabanka ESB í samráði við grísk stjórnvöld hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Enn er 25% atvinnuleysi í landinu og þrjár milljónir manna, tæplega þriðjungur þjóðarinnar, lifir undir fátæktarmörkum.

Áróður ESB-forystunnar og sumra grískra stjórnmálamanna um að Grikkir yrðu neyddir til að yfirgefa evruna ef Syriza, bandalag vinstri manna og græningja, ynni kosningarnar og kæmi í framkvæmd stefnumálum sínum um að draga úr aðhaldi í opinberum fjármálum. Hræðsluáróðurinn gengur út á að allt fari á verri veg ef vinstragræna bandalagið vinnur. Grikkir eru hins vegar orðnir það þreyttir á því hrikalega ástandi sem verið hefur í landinu eftir fjármálahrunið að áróður af þessu tagi bítur ekki lengur. Hann virðist þvert á móti hafa öfug áhrif og laða ýmsa hægfara kjósendur að samtökunum í þetta sinn. Þessir kjósendur eru einnig óánægðir með það sem þeir telja vera afskipti forystumanna ESB-ríkja af kosningunum í landinu.

Það eru tvær vikur til kosninga. Þótt margt geti gerst á þeim tíma gera margir stjórnmálaskýrendur í Grikklandi ráð fyrir því að VG-bandalagið muni halda forystu sinni. Sigri samtökin í kosningunum verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þeim takist að koma stefnumálum sínum í framkvæmd og hver viðbrögð ESB-forystunnar verða þá. 

Sjá nánar um þetta meðal annars hér (RUV) og hér (Guardian/Observer).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 106
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 1768
  • Frá upphafi: 1183352

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 1550
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband