Leita í fréttum mbl.is

Þýskir fjölmiðlar húðskamma Seðlabanka ESB

evrvidskÞýskir fjölmiðlar vanda Seðlabanka evrunnar ekki kveðjurnar um þessar mundir fyrir áformin um að fleyta peningum í hagkerfi evrulandanna með kaupum á ríkisskuldabréfum í þeirri von að þannig aukist eftirspurn og hagvöxtur. Frá upphafi var það nefnilega bannað að evruseðlabankinn fjármagnaði opinberar skuldir. Með lagaflækjum hefur verið fundin leið framhjá því lagaboði og fyrir vikið eru þýskir fjölmiðlamenn margir hverjir rauðir af bræði.

Svo segir Financial Times

Gagnrýnin í Þýskalandi er af margvíslegum toga. Angela Merkel, sem hefur margítrekað að evrukreppan sé ekki að baki, óttast að það muni verða skattgreiðendur í Þýskalandi og öðrum vel stæðum ríkjum sem muni þurfa að greiða reikninginn fyrir önnur lönd. Hans-Werner Sinn, einn af virtari hagfræðingum í Þýskalandi og stjórnandi IFO efnahagsstofnunarinnar, segir að ríki á jaðarsvæðunum og seðlabankar þeirra séu nú þegar svo skuldsett að þau muni ekki geta bætt meiru á sig. 

Hið víðlesna blað, Bild, segir að lækkun evrunnar muni koma í veg fyrir nauðsynlegar umbætur í hagkerfum evrulandanna. Hið virta blað, Frankfurter Allgemeine, hefur miklar efasemdir um að þensluaðgerðir evrubankans muni skila árangri til lengdar. Meira að segja fulltrúi Þýskalands í stjórn evrubankans, Sabine Lautenschläger, hefur miklar efasemdir um árangur væntanlegra aðgerða.

 

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig væntanlegar aðgerðir Seðlabanka evrunnar muni líta út í lok vikunnar og enn fremur verður fróðlegt að sjá hvort þær komi til með að draga úr fylgi vinstrabandalagsins Syriza í kosningunum á Grikklandi á sunnudag. Syriza hefur sem kunnugt er boðað að horfið verði frá harkalegum sparnaðaraðgerðum í boði ESB og AGS nái bandalagið áhrifum við stjórn landsins eftir kosningarnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 97
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 1183704

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband