Leita í fréttum mbl.is

Andstæðingar ESB í stöðugum og góðum meirihluta

Stöðugur og góður meirihluti er gegn inngöngu Íslands í ESB. Það kemur fram í nýbirtri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Já-Ísland. Bylgjan sagði frá því í hádeginu að 53,2 prósent landsmanna séu andvíg því að Ísland æski inngöngu í ESB en 46,2 prósent séu því fylgjandi. Þá kemur fram að rétt rúmlega helmingur þjóðarinnar sé því andvígur að draga umsóknina um aðild að ESB til baka.

Sjá nánar á visir.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Enn ein skoðanakönnunarvitleysan, og það fyndin, verð ég að segja. Eða hvernig getur það verið, að meirihluti þjóðarinnar vill ekki inngöngu í ESB, en vill þó ekki draga umsóknina um ESB-aðild til baka? Er eitthvað vit í þessu? Það finnst mér ekki. Þetta er tómt rugl, en líka fyndið í meira lagi, því að þarna mætast andstæður og segir allt, sem segja þarf um já-fólkið. Meira vit er í því, að sá, sem vill ekki ganga í ESB, finnist það sjálfsagt að draga þessa arfavitlausu umsókn um aðildina að ESB til baka. Það er ekki hægt að botna í svona skoðanakönnun og er Já-Íslandi til skammar. Ég segi þvert nei við að ganga í ESB og Já við að draga þessa umsókn um ESB til baka, og því fyrr, sem það verður gert, því betra! Eftir hverju er Gunnar Bragi eiginlega að bíða? Hann á að drífa í þessu sem fyrst, og láta ekki þessa kolvitlausu stjórnarandstæðinga eða Já-sinna standa í vegi fyrir því. Það sést best á þessarri vitlausu könnun, hversu arfavitlaus stefna þeirra er, - algerlega ómarktæk, og því ætti Gunnar Bragi ekki að hlusta á ruglið í þeim, og drífa sig í verkið, hvað sem hver segir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2015 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 1182997

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband