Leita í fréttum mbl.is

Eru maðkar í mysu ESB-umsóknarfyrirtækjanna?

arniPUmmæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær vekja upp spurningar um hegðun þeirra fyrirtækja og samtaka þeirra sem ákafast berjast gegn því að umsókn um aðild Íslands að ESB verði dregin til baka. Koma þau hreint fram?

Árni Páll tengdi mál Prómens beint við stöðu aðildarumsóknar að ESB. Af svari forsætisráðherra við fyrirspurn Árna Páls mátti varla skilja annað en að fyrirtækið væri að reyna að fá einhvers konar sérstaka fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum, í formi ódýrs gjaldeyris, til þess að fjárfesta erlendis! Slíkt er væntanlega algjörlega á skjön við tilgang gjaldeyrisreglna sem í gildi eru og eiga að tryggja hag almennings í landinu eins og ráðherrar hafa talað um að undanförnu. Bæði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra segja að umrætt fyrirtæki verði að gera betur hreint fyrir sínum dyrum, fjármála- og efnahagsráðherra hafði t.d. orð á því í hádegisfréttum.

Þetta mál vekur upp margar spurningar. Félag atvinnurekenda hefur rekið upp ramakvein vegna þess að umrætt fyrirtæki fékk ekki meinta umbeðna fyrirgreiðslu. Samtök iðnaðarins taka undir þann söng. Og Árni Páll segir í ræðu á Alþingi merkilegt að þarna séu fyrirtækin sem harðast hafi barist gegn því að umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka.
Er þarna maðkur í mysu ESB-fyrirtækjanna? Eru þau að koma hreint fram, samanber ummæli ráðherranna?

Orðrétt sagði Árni Páll

Nú hafa borist fréttir af því að Promens, það metnaðarfulla fyrirtæki, sé komið úr íslenskri eigu og að höfuðstöðvar þess muni flytja úr landi vegna þess að því hafi verið orðið ókleift að starfa innan gjaldeyrishafta. Í athugun fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær kemur fram að svipað er upp á teningnum hjá fleiri fyrirtækjum. Þannig segja forsvarsmenn CCP, Creditinfo og Marel að í öllum þessum fyrirtækjum hafi komið til athugunar að flytja höfuðstöðvar úr landi og sumir telja meiri líkur en minni á að af því verði. Það er vert að minna á það líka að í fyrra kom fram hjá forsvarsmönnum Össurar að það fyrirtæki teldi styttast í veru höfuðstöðva hér á landi vegna gjaldeyrishaftanna og það er engin tilviljun heldur að öll hafa þessi fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra verið meðal þeirra sem hvað harðast hafa talað gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Meðal annars sagði stjórnarformaður Össurar í fyrra að tillaga ríkisstjórnarinnar sem þá kom fram um að draga til baka aðildarumsóknina væri síðasti naglinn í líkkistuna í veru fyrirtækisins hér á landi.

 

Hegðun Promens, eins og skilja má hana af ummælum ráðamanna, og rök forsvarsmanna samtaka umræddra fyrirtækja fyrir aðild að ESB hljóta að vekja upp spurningar um maðka í mysunni. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 2571
  • Frá upphafi: 1165488

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 2216
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband