Leita í fréttum mbl.is

Eyðandi reglugerðarfargan ESB

EUanimalÞau eru mörg undarlegheitin í reglugerðarsmíðinni sem ættuð er frá ESB. Nýverið fréttist af því að bannað væri að taka myndir af kúm til að birta í auglýsingum nema með sérstöku leyfi íslenskrar eftirlitsstofnunar.

Nú munu bændur einnig þurfa að örmerkja allar skepnur. Kýrnar skulu aukinheldur örmerktar á báðum eyrum. Það er gert með tilliti til aðstæðna og krafna á hinu víðfeðma meginlandi ESB-ríkjanna því auknar líkur eru taldar á að hægt verði að rekja uppruna kýrinnar ef annað eyrað yrði viðskila við hitt eyrað og höfuðið í leiðinni á flakki kýrinnar yfir landamæri. Það eru jú meiri líkur á að annað eyrað tolli á höfðinu en bæði í þeirri meðferð sem blessaðar skepnurnar fá.

Íslenskar kýr hafa ratað á sinn rétta bás í þúsund ár. Þeim þykir vissulega gott að fá að sletta daglangt úr klaufunum á vorin og sumrin en rata þó á sinn bás á kvöldin. Nú verða básarnir bannaðir samkvæmt fyrirmælum frá ESB. Er nema von að kýrnar verði þá undarlegar í hegðun eins og sjá má af myndum og sletta ekki bara úr klaufunum heldur spenunum einnig.

Minni lyfjanotkun hér

Vitað er að lyf eru notuð í mun minni mæli fyrir búfénað hér á landi en í Evrópu. Við erum farin að flytja talsvert af nautakjöti inn frá Þýskalandi þar sem lyfjanotkun er mest í Evrópu. En Þjóðverjarnir hafa sín áhrif á lyfjastaðlana. Þeirra kjöt verður jú að vera talið hæft til útflutnings. Vegna hinnar miklu lyfjanotkunar er hægt að framleiða kjötið hraðar og í meiri mæli og fyrir vikið verður það ódýrara.

Þannig grefur útflutningur á lyfvæddu kjöti frá ESB undan framleiðslu í öðrum löndum, ekki bara hér á landi heldur einnig í mörgum vanþróaðri löndum.

Þannig eyðir ESB lífsskilyrðum annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 270
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 2639
  • Frá upphafi: 1165267

Annað

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 2264
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband