Föstudagur, 13. febrúar 2015
Sigmundur Davíð segir ESB hafa skroppið saman um 60% - hlutfallslega
Evrópa skiptir æ minna máli í heimsbúskapnum. Fyrir öld var samanlögð landsframleiðsla stærstu ríkja núverandi Evrópusambands, þ.e. Þýskalands,Bretlands og Frakklands, rúm 20%. Nú er samanlögð framleiðsla þessara ríkja aðeins 8% af heimsframleiðslunni.
Miðað við þetta hefur hlutur þessara ESB-ríkja skroppið saman um 60%.
Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær.
Sigmundur sagði jafnframt að ekkert benti til annars en að áframhald yrði á þessari þróun.
Þá sagði Sigmundur Davíð að upptaka evru hér á landi myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu.
Um ESB, evruna og alþjóðleg efnahagsmál sagði Sigmundur annars í ræðu sinni:
Víkjum þá að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna.
Alþjóðaviðskipti eru mikilvæg fyrir lítið, opið hagkerfi eins og hið íslenska. Við þurfum aðgang að mörkuðum, fríverslunarsamninga, fjárfestingarsamninga og tvísköttunarsamninga og almennt uppbyggileg viðskiptasambönd við önnur ríki.
Þessu getum við náð fram okkur til hagsbóta og höfum raunar gert í mjög ríkum mæli.
Fá ríki eða ríkjasambönd njóta jafn þéttriðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskiptahindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi.
Lega okkar, náttúruauðlindir og uppbygging hagkerfisins gerir það hins vegar ekki eftirsóknarvert fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið.
Þessu hefur meirihluti Íslendinga lengi verið sammála. Það liggur einfaldlega ljóst fyrir hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið.
Skiptir þá engu hvort ná megi í samningum um hægari aðlögun að stofnanakerfi og regluverki sambandsins; kerfi og regluverki sem síðan kann að taka veigamiklum breytingum þegar við höfum bitið á agnið.
Staða Evrópusambandsins sjálfs er veik og það er hrjáð af innanmeinum.
Staða þess í samfélagi þjóðanna er að veikjast vegna hraðari uppbyggingar í öðrum heimsálfum.
Á um það bil einni öld hefur samanlögð landsframleiðsla stærstu ríkja núverandi Evrópusambands, Þýskalands, Bretlands og Frakklands, farið úr því að vera rúm 20% af framleiðslu heimsins niður í um 8%.
Ekkert bendir til annars en að áframhald verði á þessari þróun.
Upptaka evru hér á landi myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu.
Íslenska hagkerfið er örsmátt og opið fyrir utanaðkomandi sveiflum.
Við getum síður búist við langvarandi efnahagslegum stöðugleika en flestar aðrar þjóðir.
Við mætum ekki þessum vanda með því að gefa frá okkur möguleikann á að stjórna eigin peningamálum enda myndi það leiða til þess að sveiflur á vinnumarkaði tækju við af gengissveiflum.
Ekkert af þessu breytir því að Ísland er Evrópuland og á og mun eiga góð samskipti og viðskipti við ríki Evrópusambandsins.
Í umræðu um viðskipti við önnur ríki er rétt að nefna þó aðeins mikilvægi heimamarkaðarins og tollamál.
Landbúnaður er innlend framleiðsla á sama hátt og innlendur iðnaður og verslun.
Þar verða atvinnurekendur líka að sýna samfélagslega ábyrgð og sjá mikilvægi þess að standa vörð um innlenda framleiðslu rétt eins og verslunarmenn vilja standa vörð um innlenda verlsun.
Innan við 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins er seld yfir landamæri. 90% eru framleidd fyrir innanlandsmarkað.
Á Íslandi eru aðeins um 50% neyslunnar innlend framleiðsla.
Í stað þess að eyða kröftum í að lækka þetta hlutfall í 45% væri skynsamlegt fyrir atvinnulífiðið að taka þátt í að nýta þau tækifæri sem íslensk matvælaframleiðsla stendur frammi fyrir.
Ríkisstjórnin hefur verið reiðubúin til að semja um lækkun tolla en slíkt þarf að gerast í samningum við önnur ríki.
Ekkert land gefur eftir stöðu sína án þess að fá eitthvað á móti. Með því væri hagsmunum íslensks almennings varpað fyrir róða.
Það má líka minna á hversu fráleitt er að tala um að hér sé rekin einhvers konar einangrunarstefna í þessum málum.
Evrópusambandið leggur til dæmis tolla á um það bil tvöfalt fleiri vörutegundir en Ísland, og þar eru enn greiddir styrkir til að flytja út vörur sem ekki er þörf fyrir á heimamarkaði.
Á Íslandi hefur slíkt ekki verið gert í um 20 ár.
Staða okkar í samfélagi þjóðanna litast vissulega af fjármagnshöftunum. Þau voru ill nauðsyn á sínum tíma en við þurfum að minna okkur reglulega á skaðsemi þeirra.
Fjármagnshöftum verður þó ekki kennt um allt sem illa fer og heimsvæðing viðskipta og fjárfestinga getur ávallt orðið til þess að við, eins og aðrar þjóðir, sjáum á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi.
Bretland og Sviss hafa til dæmis haft mikið aðdráttarafl fyrir fyrirtæki, ekki hvað síst nýsköpunarfyrirtæki frá evrulöndunum.
Um leið sjáum við talsverðan áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi þessa dagana, nú síðast með fréttum af væntanlegri komu Costco verslanakeðjunnar.
Þrýstingur á að losa um höftin kemur ekki frá heimilunum því fæst þeirra finna fyrir þeim með beinum hætti í daglegu lífi.
Og þegar fjármagnshöft hafa verið við lýði í þetta langan tíma er hættan sú að okkur fari að líða vel í því skjóli sem þau veita.
Í kringum höftin verður til iðnaður fólks, hverra hæfileikar væru betur nýttir í virðisaukandi starfsemi, verð á mörkuðum bjagast og höftin rýra samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Góðu fréttirnar eru að losun haftanna er í góðum farvegi.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 29
- Sl. sólarhring: 304
- Sl. viku: 2398
- Frá upphafi: 1165026
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 2038
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.