Leita í fréttum mbl.is

Stefán Ólafsson: ESB ekki baráttunnar virði

StefanOlafssonStefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, segir að klofningur á milli og innan vinstri flokkanna í afstöðu til ESB geri þá áhrifalausa. Þess vegna sé baráttan fyrir aðild að ESB ekki hennar virði.

Stefán segir í bloggi sínu:

Hér á landi er sérstaklega brýn sú spurning, fyrir þá sem eru á miðjunni og vinstri vængnum, hvort ESB-aðild sé þess virði að kljúfa miðjuna og vinstrið í herðar niður og gera hvern og einn flokkanna sem þar eru nær áhrifalausa?

Enn fremur segir Stefán:

ESB er ekki gallalaust og óheft flæði fjármagns og fólks milli aðildarríkja skapar ný alvarleg vandamál (fjármálavæðingu, aukinn ójöfnuð og innflytjendavandamál). Þessi nýi veruleiki skilur eftir sig þá tilfinningu hjá venjulegum kjósendum að þeir séu afskiptir, hjá þeim flokkum sem fylgja algerri opnun samfélagsins með ESB-aðild og öðru alþjóðasamstarfi um óhefta markaðshætti.

ESB-sinnar eru hver á fætur öðrum að átta sig á göllum ESB og því að það er ekki þess virði fyrir þá að berjast áfram fyrir ESB-aðild. Jón Baldvin Hannibalsson hefur ítrekað viðrað skoðanir í þessa veru. Stefán Ólafsson bætist nú í þann hóp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þetta er raunin, eftir hverju er þá Gunnar Bragi og aðrir í ríkisstjórninni að bíða? Hvers vegna drífa þeir þá ekki í því að bera fram frumvarpið um slit á viðræðunum og setja síðan umsóknina í tætarann? Þegar svona er komið málum, þá eiga þeir að drífa sig í verkið og láta á það reyna, hvort nokkuð loft er eftir í já-sinnunum til að mótmæla!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2015 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 145
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1165142

Annað

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 2143
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband