Leita í fréttum mbl.is

Páll Magnússon vill hvorki ESB né áframhaldandi viðræður

Pall_MagnussonPáll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og núverandi þáttagerðarmaður á nýju sjónvarpsstöðinni Hringbraut segist bæði vera á móti aðild að ESB og áframhaldandi viðræðum.

Um þetta segir Páll í pistli á vefnum hringbraut.is:

 -- Best að segja það strax

… að ef kosið yrði um það í dag hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið myndi ég segja nei. Ef kosið yrði um það hvort núverandi ríkisstjórn ætti að halda áfram þeim aðildarviðræðum sem síðasta ríkisstjórn hóf myndi ég líka segja nei. Ef ég væri spurður hvort Alþingi ætti að slíta formlega þeim viðræðum sem nú liggja á klaka myndi ég segja nei í þriðja sinn.

Og af hverju er best að segja þetta allt strax? Kannski bara af því að ég má það; ég hef nefnilega lengst af verið í störfum þar sem þykir óæskilegt að menn séu mikið að viðra skoðanir sínar. En líka til að fyrirbyggja þann misskilning að allir sem skrifa hér á Hringbraut eða stjórna hér sjónvarpsþáttum séu „gargandi aðildarsinnar“.

Ég á raunar erfitt með að skilja tilfinningahitann í þessu máli. Mér finnst þetta vera ískalt efnahagslegt og pólitískt álitaefni - með rökum með og á móti. Þeir sem eru hlynntir aðild eru ekki landráðamenn og þeir sem eru andvígir aðild eru ekki einangrunarsinnar.

En af hverju þessi þrjú nei?

Nei 1: Ég tel hagsmunum Íslendinga betur borgið utan ESB en innan, einkum og sér í lagi á meðan EES samningurinn heldur gildi sínu. Við njótum þá helstu kostanna sem fylgja aðild en erum laus við gallana.

Nei 2: Aðildaviðræðum verður að fylgja vilji til að ganga inn og hann er ekki fyrir hendi; hvorki hjá ríkisstjórninni, meirihluta Alþingis né meirihluta þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður eru aðildarviðræður í besta falli bjánalegar.

Nei 3: Döpur reynsla síðustu ríkisstjórnar af þeim mistökum að hefja aðildarviðræður án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að kenna núverandi ríkisstjórn að taka engar grundvallarákvarðanir í þessu máli án þess að spyrja þjóðina fyrst. Það ætti sem sagt hvorki að halda þessum viðræðum áfram né hætta formlega við þær án þjóðaratkvæðagreiðslu – og gildir þá einu þótt til þeirra hafi verið stofnað án slíkrar. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál var og er enn skynsamlegasta leiðin. --

 

Svo mörg voru orð Páls Magnússonar að þessu sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 300
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 1962
  • Frá upphafi: 1183546

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband