Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll segir gamaldags pólitík í ESB

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir hér í viðtali við Moggann að gamaldags niðurskurðarpólitík ráði för í ESB og að hún sé rekin áfram af ranghugmyndum Þjóðverja. Árni Páll viðurkennir sem sagt skipbrot efnahagsstefnu Evrópusambandsins síðustu árin.

Svo tekur Árni PáarniPll heljarstökk aftur bak og fullyrðir að það eina sem bjargi ESB úr kreppunni sé pólitískur samruni allra ESB-ríkja. Árni Páll gengur svo langt að fullyrða að allir í Evrópu séu sammála um það að ef Evrópa snúi baki við pólitískum samruna muni blasa við fasismi, lýðskrum og upplausn!

Það tekur greinilega á fyrir Árna Pál að bregðast við þeim ummælum Jóns Baldvins, guðföður Samfylkingarinnar og ESB-umsóknarinnar, á dögunum að Evrópa sé í djúpri kreppu og að Íslendingar séu ekkert á leiðinni þangað inn.

Árni gleymir því í viðtalinu að Íslendingar höfnuðu, ekki hvað síst að kröfu þjóðarinnar sjálfrar, að taka á sig auknar byrðar bankakerfisins en það var krafa fulltrúa og forystumanna ESB-ríkjanna hvar sem þeir komu því við í samskiptum við íslensk stjórnvöld.

Það væri nú ágætt ef Árni Páll upplýsti um slík mál í heild sinni.


mbl.is Jón Baldvin ekki orðinn afhuga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann viðurkennir þá líka að ein herraþjóð reki sambandið með "ranghugmyndum" í efnahagsmálum m.a.

þetta er þá ekki eins hómógenískt og menn reyna að telja okkur trú um. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2015 kl. 23:33

2 Smámynd: Snorri Hansson

„og fullyrðir að það eina sem bjargi ESB úr kreppunni sé pólitískur samruni allra ESB-ríkja. Árni Páll gengur svo langt að fullyrða að allir í Evrópu séu  sammála um það að ef Evrópa snúi baki við pólitískum samruna muni blasa við fasismi, lýðskrum og upplausn!“

Semsagt að leggja af öll þjóðréttindi þessara ríkja eins og stefnt hefur verið að frá upphafi sambandssins.  Það hefur bara ekki verið útskírt fyrir íbúunum .

 

Það alvarlega er að það er stjórnmálaflokkur á Íslandi sem í raun og veru  vill henda þjóðinni í þennan fúla  pytt.

Snorri Hansson, 5.3.2015 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 2375
  • Frá upphafi: 1165003

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband