Leita í fréttum mbl.is

UMSÓKNIN HEFUR VERIÐ AFTURKÖLLUÐ SEGIR GUNNAR BRAGI

Íslendingar hafa afturkallað umsóknina um inngöngu í ESB með sérstöku bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til forystu ESB í dag.

Frá þessu var sagt í fréttum RUV rétt í þessu.

Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisins.

 

RUV segir svo frá:

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja og hefur farið þess á leit við ESB að sambandið taki hér eftir mið af því.
 
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti nú rétt klukkan sex að íslenskum tíma formanni ESB, sem er utanríkisráðherra Lettlands, bréf þess efnis. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps.
 
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, ræddi við Gunnar Braga nú skömmu fyrir klukkan sex. „Við teljum að þessu máli sé lokið og ef menn vilja sækja um að nýju þá verði að leita til þjóðarinnar,“ segir utanríkisráðherra.
 
Gunnar Bragi segir að þeir hafi verið í samskiptum við ESB undanfarnar vikur. Fundurinn í dag hafi verið góður, báðir aðilar hafi skilning á þessari stöðu og þetta sé leið sem sé eðlileg. „Þeir þekkja ferlið sem hefur verið í gangi á Íslandi - þetta er í rauninni bara „common sense“ - ef maður leyfir sér að sletta.“
 
Gunnar Bragi segir að bréfið útskýri stöðuna. „Það sjá það allir að málið er komið á endastöð.“ Hann segir viðræðurnar hafa verið búnar, ekkert hafi gerst í langan tíma. „Við erum bara að loka þessu ferli,“ segir ráðherra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,,með sérstöku bréfi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 18:19

2 Smámynd: Einar Karl

Nei.

Ísland hefur ekki afturkallað umsóknina. Þetta er einhver meinlegur misskilningur bensíndælumannsins í stól utanríkisráðherra.

Það var ALÞINGI Íslendinga sem ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú umsókn verður ekki afturkölluð nema Alþingi taki um það ákvörðun. 

Ályktanir og ákvarðanir Alþingis falla ekki úr gildi við sérhverjar kosningar. 

Einar Karl, 12.3.2015 kl. 19:32

3 Smámynd:   Heimssýn

Umsóknin hefur ekki verið í gildi frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur náði ekki að koma henni áfram hjá ESB með þeim skilyrðum sem Alþingi setti. Þess vegna er hefur umsóknin ekki verið í gildi og það þarf samkvæmt því enga aðkomu Alþingis að staðfesta þá niðurstöðu að ekki er var hægt að uppfylla skilyrði Alþingis. En það er svo sem allt í góðu að Alþingi blessi þetta.

Heimssýn, 12.3.2015 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 2385
  • Frá upphafi: 1165302

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband