Leita í fréttum mbl.is

Vinsamlegast takið okkur af listanum!

Fyrri ríkisstjórn varð strand með umsóknina vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrðin sem Alþingi setti. Þjóðin vill ekki fara í Evrópusambandið. Núverandi ríkisstjórn og meirihluti Alþingis er á móti aðild að ESB. Samt hefur ESB komist upp með að skrá og meðhöndla Ísland sem umsóknarríki. Hvers konar dónaskapur er það?

Á hávær minnihluti hér á landi, ásamt embættismönnum ESB, að ráða því að Ísland sé skráð áfram sem umsóknarríki?

Það er eðlilegt að ESB verði við þessari kurteislegu beiðni um að taka okkur nú af listanum yfir svokölluð umsóknarríki. Þótt fyrr hefði verið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.”.

Hafi ekki verið hægt að uppfylla einhver skilyrði við "undirbúning viðræðna og skipulag þeirra" þá er það Alþingis að leggja mat á það og ákveða framhaldið. Það er ekki i verkahring ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra að taka einhliða ákvarðanir í málum sem falla undir Alþingi.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 09:12

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ufsi, eins og þú segir réttilega þá var það ályktun alþingis sem fól ríkisstjórninni að sækja um aðild að ESB samkvæmt áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var ekki fær um að halda áfram aðildarferlinu strax 2011 þegar ESB vildi ekki afhenda markmið í sjávarútvegsmálum fyrr en fyrirvörum alþingis gagnvart sjávarútvegi yrði vikið frá.

Snilldarleikur Samfylkingarinnar var að setja viðræðurnar formlega á ís fyrir kosningar 2013 þegar fullreynt var að fyrirvörum alþingis yrði ekki haggað. Eftirleikurinn átti síðan að vera sá að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að "sjá samning" þegar næsta ríkisstjórn tæki við. Í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu fælist jafnframt að afnema fyrirvara alþingis í sjávarútvegsmálum enda ekki hægt að fá niðurstöðu í aðildarferlið og sjá samninginn öðruvísi.

Aðgerð núverandi ríkissjónarinnar er rökrétt framhald þar sem hún ætlar ekki að afnema fyrirvara síðasta alþingis til að verða við kröfu ESB enda væri hún þá að ganga gegn vilja alþingis og er því aðildarferlinu sjálfhætt.

Þótt að það yrði ný vinstristjórn sem tæki við taumunum 2017 þá yrði það að vera hennar fyrsta verk að afnema fyrirvarana sem síðasta vinstristjórn setti áður en haldið væri af stað aftur. Það yrði ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fólki vilji ganga í ESB eða ekki, engin kíkja á samning spurning.

Eggert Sigurbergsson, 13.3.2015 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1809
  • Frá upphafi: 1183012

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband