Leita í fréttum mbl.is

Eru Bylgjan og Stöð2 hlutlaus í ESB-málum?

Framganga fjölmiðla í ESB-málinu hefur stundum verið til umræðu. Það er eðlilegt að rætt sé um störf þeirra eins og annarra valdamikilla aðila. Nú hefur framganga Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og þá einkum efnistök Heimis Más Péturssonar á Stöð2 og Bylgjunni síðustu daga og Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun, vakið nokkra athygli. 

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins voru til skamms tíma í gildi reglur um að umfjöllun um menn og málefni ætti að vera hlutlaus. Aðrir vilja gera kröfu um að umfjöllun sé hlutlæg.

Af þessu tilefni er spurt í skoðanakönnun sem er birt hér til hægri hvort umfjöllun þessara aðila á Bylgjunni og Stöð2 hafi síðustu daga einkennst af hlutleysi. 

Það sem einkum er tilefni þessarar könnunar eru efnistök Heimis Más í fréttum Stöðvar 2 síðastliðið föstudagskvöld og þáttur Sigurjóns M. Egilssonar, Á Sprengisandi, í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er varla hægt að segja að Stöð2 leggi metnað sinn í hlutleysi í frettaflutningi með fyrrverandi framkvæmdastóra Samfylkingarinnar sem fréttamann. Núll trúverðugleiki.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2015 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 183
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 2156
  • Frá upphafi: 1182920

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 1885
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband