Leita í fréttum mbl.is

Afturköllun Íslands skiljanleg Evrópubúum

Bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þar sem staðfest er lífleysi umsóknarferlis Íslendinga nýtur skilnings hjá mörgum Evrópubúum sem sjálfir eru orðnir þreyttir á ýmsum vandræðum ESB sem tengjast ekki hvað síst efnahagsmálum og evrunni.

Um þetta ritar Christoph Hasselback, yfirmaður þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle og Eyjan vitnar til.

Þar segir meðal annars - og fyrst vísað í ókostina með ESB:

Undanfarin ár hafa Íslendingar getað fylgst með mörgum þessara ókosta úr fjarlægð. Þeir gátu til dæmis séð hvernig ESB, sérstaklega evruríkin, dældu gríðarlegum fjárhæðum í aðstoð við illa sett aðildarríki. Sem hefur í tilfelli Grikklands haft í för með sér að landið er varla í betri stöðu en áður en til björgunaraðgerða kom, þar standa menn gegn endurbótum og móðga meira að segja þá sem aðstoða þá núna. Enginn vill ganga í slíkt félag nema þeir séu tilneyddir. Eins og mörg ESB-ríki komst Ísland í gegnum kreppuna og stendur nú ágætlega að vígi. Er Noregur að hugleiða aðilda að ESB? Eða Sviss? Af hverju ættu þau að gera það? Eru Svíþjóð, Danmörk eða Bretland að hugsa um að taka upp evru? Aldrei hefur áhugi þeirra á því verið minni en nú. Öll þessi ríki myndu auðveldlega uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. En þau vilja hana ekki. Hvað eiga þau sameiginlegt? Þau eru öll efnuð og samkeppnishæf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 226
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 2199
  • Frá upphafi: 1182963

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 1922
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband